Innlent

Dúxaði í MH með 9,91 í meðaleinkunn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Melkorka Gunborg Briansdóttir útskrifaðist með 9,91 í meðaleinkunn. Hún flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta ásamt Kára Arnarssyni.
Melkorka Gunborg Briansdóttir útskrifaðist með 9,91 í meðaleinkunn. Hún flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta ásamt Kára Arnarssyni.
130 nemendur af sex námsbrautum voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Dúx skólans, Melkorka Gunborg Briansdóttir, útskrifaðist með aðra til fjórðu hæstu meðaleinkunn í sögu skólans eða 9,91 í meðaleinkunn. Hugi Kjartansson var semídúx með meðaleinkunn upp á 9,3.

Alls voru sex nemendur brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Til þess að hljóta ágætiseinkunn þarf vegin meðaleinkunn að vera yfir 9,00. Auk Melkorku Gunborgar og Huga voru nemendur með ágætiseinkunn fjórir. Það voru þau Aurora Erika Luciano, Kjartan Skarphéðinsson, Steinunn Björg Hauksdóttir og Tristan Ferrua Edwardsson.

Í frétt af heimasíðu MH segir að Melkorka Gunborg og Kári Arnarsson hafi flutt ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Þá hafi kór skipaður nýstúdentum úr Kór Menntaskólans við Hamrahlíð flutt tóverkið „Kulda“ eftir Iðunni Einarsdóttur, sem útskrifaðist frá skólanum síðasta vor.

Nýstudentar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.MH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×