„Ef þetta gengur vel mun hún eignast allan bátinn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2025 09:00 Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins segir kaupanda hluta útgerðar sinnar alfarið ráða yfir bátnum framvegis. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar frábiður sér allar sögusagnir um sýndarsamning við nýjan meirihlutaeiganda útgerðarinnar Sleppu ehf. Hann segir vistaskipti í framkvæmdastjórn og breytingar á prókúruhöfum eiga eftir að ganga í gegn. Morgunblaðið fjallaði í vikunni um sölu Sigurjóns Þórðarsonar formanns atvinnuveganefndar á fimmtíu prósenta hlut sínum í strandveiðiútgerðinni Sleppu hf. Kaupandinn er Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir, 28 ára skipstjóri búsett í Ólafsfirði. Sleppa gerir út bátinn Sigurlaugu ÓF 38, áður Sigurlaugu SK 138. Sigurjón og Svava Ingimarsdóttir, eiginkona hans, áttu áður hvort sinn helmingshlutinn í Sleppu hf. en Sigurjón seldi allan sinn hlut í hendur Sigurbjargar. Þá keypti Sigurbjörg eins prósents hlut í af Svövu. Eðlilegt að kanna kaupskilmála Í umfjöllun Morgunblaðsins var vakin athygli á því að þrátt fyrir að vera orðin 51 prósent eigandi í útgerðinni væri Sigurbjörg hvorki skráð í framkvæmdastjórn né hefði hún prókúru fyrir félagið. Ekki náðist í Sigurbjörgu við gerð fréttarinnar en Sigurjón gagnrýnir umfjöllunina í samtali við fréttastofu. Hann spyr hvað Andrea Sigurðardóttir blaðamaður Morgunblaðsins hafi fyrir sér. Hún fjallaði um kaupin en í umfjölluninni segir að bæði Sigurjón og Sigurbjörg hafi beðist undan því að svara spurningum hennar þessu tengdum. Í Facebook færslu segist Andrea hafa heyrt dæmi um málamyndasamninga sem gangi út á að útgerðir séu seldar, nýr „eigandi“ hafi þá leyfi til að róa en að tímabili loknu er samningi rift áður en að til greiðslu kemur og eigendaskiptin ganga til baka. Þannig geta raunverulegir eigendur strandveiðibáts fengið þriðja aðila til að róa fyrir sig þrátt fyrir regluverk. Þar af leiðandi hafi hún sem blaðamaður eðlilega viljað kanna hverjir skilmálar viðskiptanna væru, hvort greiðsla hafi farið fram og svo framvegis, enda væri stórfrétt ef Sigurjón væri að gera slíkan sýndarsamning. Greiddi „16-18 milljónir“ fyrir Fréttastofa hafði samband við Sigurjón, sem segist forviða á umfjölluninni, það séu talsvert fleiri þingmenn sem hafi meiri hagsmuni af bæði grásleppu og stjórn fiskveiða. Hann segir kaupin á þann veg að Sigurbjörg hafi keypt svo stóran hlut sem næmi því að hún fengi leyfi til þess að gera bátinn út. Samkvæmt drögum að nýrri reglugerð Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um strandveiðar er gerð krafa um 51 prósent eignarhald til þess. Aðspurður sagðist hann ekki vera með nákvæma upphæð fyrir framan sig en áætlar að hann hafi fengið á bilinu sextán til átján milljónir greiddar fyrir sinn hlut. ALM Verðbréf hafi annast söluna. „Og ef þetta gengur vel mun hún eignast allan bátinn eftir sumarið ef henni líst vel á,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Nánast vitleysisfréttamennska“ Hann segist ekki sjá fram á að sitja áfram í framkvæmdasstjórn Sleppu enda hafi hann ekkert með útgerðina að gera nú þegar hann hafi selt hlut sinn. Sigurbjörg muni framvegis alfarið sjá um bátinn, og þá að öllum líkindum taka sæti í framkvæmdastjórn og verða prókúruhafi. Þetta sé skriffinnska sem hann eigi eftir að afgreiða enda hafi hann í nægu að snúast á þinginu þessa dagana. Hann segist sem fyrr segir forviða á umfjölluninni, þar sem aðrir þingmenn hafi talsvert meiri hagsmuni af sjávarútvegi en hann, án þess að vera álitnir vanhæfir. „Þetta er algjörlega úr takti og nánast vitleysisfréttamennska, sumt af þessu. Í þessum skrifum er eins og hún sé orðin sár út í nýja útgerðarmanninn sem vildi koma sínum sjónarmiðum að en fékk ekki áheyrn,“ segir Sigurjón. Rétt er að nefna að Sigurjón baðst undan viðtali um söluna við blaðamann Morgunblaðsins á sínum tíma samkvæmt umfjöllun þess. Fjölmiðlar Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði í vikunni um sölu Sigurjóns Þórðarsonar formanns atvinnuveganefndar á fimmtíu prósenta hlut sínum í strandveiðiútgerðinni Sleppu hf. Kaupandinn er Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir, 28 ára skipstjóri búsett í Ólafsfirði. Sleppa gerir út bátinn Sigurlaugu ÓF 38, áður Sigurlaugu SK 138. Sigurjón og Svava Ingimarsdóttir, eiginkona hans, áttu áður hvort sinn helmingshlutinn í Sleppu hf. en Sigurjón seldi allan sinn hlut í hendur Sigurbjargar. Þá keypti Sigurbjörg eins prósents hlut í af Svövu. Eðlilegt að kanna kaupskilmála Í umfjöllun Morgunblaðsins var vakin athygli á því að þrátt fyrir að vera orðin 51 prósent eigandi í útgerðinni væri Sigurbjörg hvorki skráð í framkvæmdastjórn né hefði hún prókúru fyrir félagið. Ekki náðist í Sigurbjörgu við gerð fréttarinnar en Sigurjón gagnrýnir umfjöllunina í samtali við fréttastofu. Hann spyr hvað Andrea Sigurðardóttir blaðamaður Morgunblaðsins hafi fyrir sér. Hún fjallaði um kaupin en í umfjölluninni segir að bæði Sigurjón og Sigurbjörg hafi beðist undan því að svara spurningum hennar þessu tengdum. Í Facebook færslu segist Andrea hafa heyrt dæmi um málamyndasamninga sem gangi út á að útgerðir séu seldar, nýr „eigandi“ hafi þá leyfi til að róa en að tímabili loknu er samningi rift áður en að til greiðslu kemur og eigendaskiptin ganga til baka. Þannig geta raunverulegir eigendur strandveiðibáts fengið þriðja aðila til að róa fyrir sig þrátt fyrir regluverk. Þar af leiðandi hafi hún sem blaðamaður eðlilega viljað kanna hverjir skilmálar viðskiptanna væru, hvort greiðsla hafi farið fram og svo framvegis, enda væri stórfrétt ef Sigurjón væri að gera slíkan sýndarsamning. Greiddi „16-18 milljónir“ fyrir Fréttastofa hafði samband við Sigurjón, sem segist forviða á umfjölluninni, það séu talsvert fleiri þingmenn sem hafi meiri hagsmuni af bæði grásleppu og stjórn fiskveiða. Hann segir kaupin á þann veg að Sigurbjörg hafi keypt svo stóran hlut sem næmi því að hún fengi leyfi til þess að gera bátinn út. Samkvæmt drögum að nýrri reglugerð Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um strandveiðar er gerð krafa um 51 prósent eignarhald til þess. Aðspurður sagðist hann ekki vera með nákvæma upphæð fyrir framan sig en áætlar að hann hafi fengið á bilinu sextán til átján milljónir greiddar fyrir sinn hlut. ALM Verðbréf hafi annast söluna. „Og ef þetta gengur vel mun hún eignast allan bátinn eftir sumarið ef henni líst vel á,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu. „Nánast vitleysisfréttamennska“ Hann segist ekki sjá fram á að sitja áfram í framkvæmdasstjórn Sleppu enda hafi hann ekkert með útgerðina að gera nú þegar hann hafi selt hlut sinn. Sigurbjörg muni framvegis alfarið sjá um bátinn, og þá að öllum líkindum taka sæti í framkvæmdastjórn og verða prókúruhafi. Þetta sé skriffinnska sem hann eigi eftir að afgreiða enda hafi hann í nægu að snúast á þinginu þessa dagana. Hann segist sem fyrr segir forviða á umfjölluninni, þar sem aðrir þingmenn hafi talsvert meiri hagsmuni af sjávarútvegi en hann, án þess að vera álitnir vanhæfir. „Þetta er algjörlega úr takti og nánast vitleysisfréttamennska, sumt af þessu. Í þessum skrifum er eins og hún sé orðin sár út í nýja útgerðarmanninn sem vildi koma sínum sjónarmiðum að en fékk ekki áheyrn,“ segir Sigurjón. Rétt er að nefna að Sigurjón baðst undan viðtali um söluna við blaðamann Morgunblaðsins á sínum tíma samkvæmt umfjöllun þess.
Fjölmiðlar Strandveiðar Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Sjá meira