Vill borgarstjóra úr nefnd og að hann íhugi stöðu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 18:00 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur farið fram á að borgarstjóri víki úr hópi sem fer yfir niðurstöðu Braggaskýrslunnar ella víki hún. Skrifstofustjóri sem sá um framkvæmdirnar hafi heyrt beint undir borgarstjóra og því sé óeðlilegt að hann fari yfir málið. Þá sé eðlilegt að Dagur B. Eggertsson íhugi stöðu sína almennt. Flest sem farið gat úrskeiðis fór úrskeiðis í endurgerð Braggans við Nauthólseg en í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem kynnt var í vikunni kemur fram að farið hafi verið á svig við lög og innkaupareglur auk þess sem eftirliti, verkferlum og ábyrgð hafi verið ábótavant. hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að eftir því sem hún hafi kynnt sér málið betur komi betur í ljós hversu alvarlegt málið sé. „Eftir að hafa lesið skýrsluna nánar þá sér maður það enn skýrar en áður hvernig allt virtist fara úrskeiðis í málinu. Það virtist ekki vera neitt eftirlit eða yfirsýn á þessari skrifstofu. Það er mjög alvarlegt,“ segir Hildur. Hún vill ekki að borgarstjóri sitji í nefnd sem fari yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar. Ég hef farið fram á það að hann víki. Ef hann gerir það ekki eru forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar og ég mun gefa eftir mitt sæti,“ segir Hildur. Hún segir stöðu borgarstjóra grafalvarlega. „Mér finnst missa marks þegar kollegar úr pólítikinni eru sífellt að hrópa á afsögn hvers annars. Mér finnst eðlilegast að slík krafa komi frá kjósendum. Þegar borgarstjóri hefur misst traust kjósenda þá stendur hann auðvitað höllum fæti. Hvert málið hefur rekið annað nú á haustmánuðum og fleiri mál eru til skoðunnar hjá Innri endurskoðunnar. Mér finnst því eðlilegt að borgarstjóri íhugi stöðu stöðu sína “, segir Hildur Björnsdóttir að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira