Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 13:37 Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Stöð 2/Bjarni Einarsson. Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. Nú í desember voru kynntar breytingartillögur við samgönguáætlun á Alþingi þar sem kom meðal annars fram að veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík en einnig um allt land þar á meðal jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkum gerðu alvarlegar athugasemdir við það að svo stórar grundvallarbreytingar væru lagðar fram þegar aðeins nokkrir dagar væru eftir af þingstörfum en stefnt var að samþykkt samgönguáætlunar fyrir áramót. Afgreiðslu samgönguáætlunar var frestað nokkrum dögum síðar til 1. febrúar á næsta ári. Jón segir að búist sé við að nefndin skili tillögum um veggjöldin í janúar. „Umhverfis og samgöngunefnd mun síðan hittast aftur um miðjan janúar og ljúka sinni umfjöllun um þetta mál og þá er reiknað með að ljúka afgreiðslu þess í þinginu um mánaðamótin janúar og febrúar.“ Starf nefndarinnar gangi samkvæmt áætlun. „Umhverfis-og samgöngunefnd hefur verið að útfæra þær forsendur sem meirihlutinn þar vill að þetta snúist um, það er að segja, þessar breytingar á samgönguáætlun og þá útfærslu á þessum veggjaldahugmyndum,“ segir Jón. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samgönguáætlun verði afgreitt frá Alþingi í febrúar og í mars verði lagt fram lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku. Jón telur að það náist. „Við stefnum að því að ljúka þessu núna á vordögum þannig að ef um þetta næst sátt þá held ég að það sé ástæða til að vera bjartsýnn með það,“ segir Jón. Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. Nú í desember voru kynntar breytingartillögur við samgönguáætlun á Alþingi þar sem kom meðal annars fram að veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík en einnig um allt land þar á meðal jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkum gerðu alvarlegar athugasemdir við það að svo stórar grundvallarbreytingar væru lagðar fram þegar aðeins nokkrir dagar væru eftir af þingstörfum en stefnt var að samþykkt samgönguáætlunar fyrir áramót. Afgreiðslu samgönguáætlunar var frestað nokkrum dögum síðar til 1. febrúar á næsta ári. Jón segir að búist sé við að nefndin skili tillögum um veggjöldin í janúar. „Umhverfis og samgöngunefnd mun síðan hittast aftur um miðjan janúar og ljúka sinni umfjöllun um þetta mál og þá er reiknað með að ljúka afgreiðslu þess í þinginu um mánaðamótin janúar og febrúar.“ Starf nefndarinnar gangi samkvæmt áætlun. „Umhverfis-og samgöngunefnd hefur verið að útfæra þær forsendur sem meirihlutinn þar vill að þetta snúist um, það er að segja, þessar breytingar á samgönguáætlun og þá útfærslu á þessum veggjaldahugmyndum,“ segir Jón. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samgönguáætlun verði afgreitt frá Alþingi í febrúar og í mars verði lagt fram lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku. Jón telur að það náist. „Við stefnum að því að ljúka þessu núna á vordögum þannig að ef um þetta næst sátt þá held ég að það sé ástæða til að vera bjartsýnn með það,“ segir Jón.
Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15