Krefst þess að borgarstjóri víki úr starfshópi um Braggaskýrslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 13:03 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að borgarstjóri segi sig úr vinnuhópi um skýrslu Innri endurskoðunar. Vísir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag. Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun fara fram á að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, víki úr þriggja manna hópi sem á að rýna í niðurstöður skýrslu Innri endurskoðunar um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. Í Stöðuuppfærslu á Facebook segir Hildur að Dagur hafi vanrækt skyldur sínar. „Strax í upphafi gerði minnihlutinn athugasemdir við þátttöku borgarstjóra í úrvinnslu málsins. Eftir nánari lestur hef ég styrkst enn frekar í þeirri afstöðu,“ segir Hildur. Hún greinir frá því að á fimmtudaginn síðasta hafi verið skipaður þriggja manna hópur til að rýna í niðurstöðurnar og vinna tillögur að úrbótum. Hún segir að Dagur hafi tekið sæti sem og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs. „Það var auðvitað ótækt að meirihlutinn hefði einn aðkomu að þessari vinnu. Af þeim sökum tók ég sæti í hópnum sem fulltrúi minnihlutans – sem fulltrúi skattgreiðenda sem kæra sig ekki um fjálglega meðför almannafjár,“ segir Hildur. Hildur segir að forsendur fyrir trúverðugri vinnu séu brostnar. „Hefðu borgarstjóri og borgarritari brugðist við öllum ábendingum hefði braggabruðlið aldrei raungerst. Þetta staðfestir nýjasta skýrslan. Borgarstjóri vanrækti skyldur sínar. Honum bar að hafa heildarsýn yfir rekstur og verkefni SEA. Honum bar að yfirfara veruleg frávik í verkefnum skrifstofunnar. Kostnaðareftirlit var ófullnægjandi. Ábyrgð og forsvar ekki nægjanlegt. Sveitarstjórnarlög og innkaupareglur voru brotnar. Allt þetta staðfestir skýrslan,“ segir Hildur sem ætlar sjálf að segja sig úr hópnum ef Dagur verði ekki að ósk hennar.Vill að borgarstjóri segi af sér Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði þá í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í gær að borgarstjóri gæti ekki vikið sér undan því að axla ábyrgð á málinu. Hún telur rétt að Dagur segi af sér.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að borgarstjóri segi af sér vegna málsins.Vísir/EgillMarta segir að „eyðslufylleríið“ megi rekja til þess að borgarstjóri hafi setið auðum höndum í stað þess að bregðast við ábendingum Innri endurskoðunar árið 2015. Sjálfur segist Dagur ætla að axla ábyrgð á málinu með því að stofna vinnuhópinn: „Ég axla mína ábyrgð með því að við förum núna í það, ég ásamt formanni borgarráðs og fulltrúa minnihlutans […] Í fyrsta lagi að upplýsa málið með því að kalla eftir þessari skýrslu og síðan taka þær ákvarðanir sem þarf með breytingum á reglum og eftirfylgni með niðurstöðum eins og þarf,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu í fyrradag.
Braggamálið Tengdar fréttir Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58 Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta. 20. desember 2018 15:58
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Kolsvört skýrsla um Braggann Fátt jákvætt er að finna í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100. 21. desember 2018 08:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent