Kalla líklega eftir viðbrögðum helstu braggastjórnenda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 16:38 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Vísir Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Líklega verður kallað eftir viðbrögðum helstu stjórnenda sem komu að braggamálinu fljótlega á nýju ári að sögn formanns borgarráðs. Ekki liggur fyrir sem stendur hvort leigusamningur við Háskólann í Reykjavík verði endurskoðaður. Ljóst er að víða var pottur brotinn við framkvæmd braggaverkefnisins að því er fram kemur í skýrslu innri endurskoðunar sem gerð var opinber í gær. Í bréfi til borgarráðs segir innri endurskoðandi að hann telji tilefni til þess að borgarráð óski formlega eftir viðbrögðum þeirra stjórnenda sem komu að braggamálinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að brugðist verði við þessu. „Þeir hafa nú ekki verið kallaðir til. Við erum rétt að klára að lesa skýrsluna. Það er þó hafi vinna við að greina þá punkta sem komu út úr skýrslunni. Ég geri svo ráð fyrir því að eftir áramót, þegar fólk mætir til vinnu aftur, að þá einhendum við okkur í þetta.“ Í skýrslu innri endurskoðunar vegur ábyrgð Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, nokkuð þungt en hann er hættur störfum hjá borginni. „Við eigum alveg eftir að skoða það hverjr það verða nákvæmlega. Ég geri ráð fyrir að það verði svona helstu persónur og leikendur í þessu. Margir þeirra eru nú þegar hættir hjá Reykjavíkurborg en við munum bara fara yfir það eins og annað. Þetta er eitt af þessum stóru málum sem við komum til með að fara beint í.“ Eitt af því fáa sem virðist hafa verið rétt staðið að, hvað varðar gerð samninga, var leigusamningur við Grunnstoð dótturfélag Háskólans í Reykjavík. Leigugreiðslur þyrftu þó að vera um 1,7 milljónir á mánuði til að núvirði verkefnisins yrði jákvætt, eða ríflega einni milljón hærri en kveðið er á um í leigusamningi. „Þetta er náttúrlega bara leigusamningur eins og hver annar leigusamningur með þeim ákvæðum sem þar eru. Við munum bara skoða þetta allt saman í heild,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.
Braggamálið Tengdar fréttir Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30 Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44 Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar. 20. desember 2018 20:30
Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis. 20. desember 2018 14:44
Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála. 20. desember 2018 13:33