Innlent

NPA-samningar fyrir milljarð

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink
Félagsmálaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga vegna samninga um notendastýrða persónulega aðstoð.

Alls hafa verið gerðir 77 NPA-samningar á árinu og nam heildarfjárhæð þeirra 1.069 milljónum króna. Jöfnunarsjóður greiðir fjórðung kostnaðar og nema framlög sjóðsins því um 267 milljónum króna.

Flestir samningar voru gerðir á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar eða 19 talsins. Heildargreiðslur vegna þeirra námu um 401 milljón króna. Í Hafnarfirði voru gerðir 15 samningar upp á rúmar 147 milljónir og 13 í Mosfellsbæ upp á rúmar 98 milljónir. Í Garðabæ var heildarfjárhæð sex samninga rúmar 122 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×