Framkvæmdastjóri SA segir fjölda við samningaborðið ekki breyta því sem er til skiptanna Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 21:44 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun viðmælenda við samningaborðið ekki breyta því hvað sé til skiptanna í komandi kjarasamningum. Tvö fjölmennustu stéttarfélög landsins, Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness munu að öllum líkindum vísa kjaradeilu félaganna og Samtaka atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á morgun. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að kalla inn samningsumboð sitt hjá Starfsgreinasambandinu og fara í samflot með VR og í morgun tilkynnti formaður Verkalýðsfélags Akraness að félagið myndi fylgja Eflingu. Félögin munu vísa deilu sinni við atvinnurekendur formlega til ríkissáttasemjara á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tímann verða að leiða í ljós hvaða áhrif þessar hræringar hafi á samningaviðræðurnar. „Aðgerðir eiga aldrei að vera markmið eins eða neins. Nú erum við að fara inn í jólahátíðina og ég held að við eigum að einsetja okkur að ná kjarasamningum án rósturs og aðgerða á vinnumarkaði. Það er atburðarás sem enginn vill hrinda af stað,“ segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir það vonbrigði að leiðir skilji. En aðildarfélögin nítján sameinuðust í fyrsta sinn í sögu sinni öll við samningaborðið í haust.Verður þetta keppni á milli hópa um hver nær betri samningi við Samtök atvinnulífsins? „Nei, nei. Það er engin keppni þarna á milli. Vegna þess að báðir aðilar og allir sem standa í samningagerð hafa bara eitt markmið. Það er að ná kjarasamningi til að bæta stöðu síns félagsfólks,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir annan hópinn ekki geta vænst þess að fá betri samning en hinn. „Hvernig sem verkalýðshreyfingin kýs að skipuleggja sig, hverja hún kýs að kalla að borðinu, breytir því ekki hvað er til skiptanna. Breytir því ekki hvernig gangurinn er í hagkerfinu,“ segir framkvæmdastjóri SA. Verkalýðshreyfingin er einnig með kröfur á stjórnvöld í skatta- og húsnæðismálum. En átakshópur á vegum stjórnvalda skilar tillögum í húsnæðismálum hinn 20. janúar. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir hvað stjórnvöld eru seint á ferðinni með sín svör sem geti hamlað samningum. „Þannig að mér finnst að stjórnvöld þurfi að fara að hressast í að koma með eitthvað inn í þessar samningaviðræður. Þannig að það kannski strandar á þeim að lokum? Það gæti alveg gert það og þá er það mikill ábyrgðarhluti,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15 Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09 Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00
Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins eru svartsýnir á stöðuna í atvinnulífinu samkvæmt nýrri könnun Gallup sem unnin er fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. 19. desember 2018 06:15
Efling slítur sig frá SGS Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu. 19. desember 2018 21:09
Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. 20. desember 2018 13:30