Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 11:32 Geimfarið Cassini tók þessa mynd af Satúrnusi og hringjum hans í apríl árið 2016. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018 Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39