Gunnar kláraði bardagann með stórkostlegu olnbogahöggi sem gerði það að verkum að sauma þurfti tæplega fjörutíu spor í enni Brasilíumannsins. Hann hefur sjálfur sagt að þetta högg kláraði bardagann en sigurinn var skráður með hengingartaki.
Enginn hefur klárað fleiri bardaga í veltivigtinni með uppgjafartaki en Gunnar Nelson en sigurinn á Oliveira var ekki bara glæsilegur heldur mikilvægur eftir tapið gegn Santigo Ponzinibbio í Glasgow sumarið 2016.
Gunnar sneri aftur í búrið með stæl og vonast nú til þess að fá aftur að berjast í Lundúnum í mars en hann vann síðast Alan Jouban á UFC í London árið 2017.
Stjörnuljósmyndarinn Snorri Björnsson hefur fylgt Gunnari í síðustu bardaga og tekið glæsilegar myndir en hér að neðan má sjá magnaða myndasyrpu Snorra sem birtist á Facebook-síðu Mjölnis frá bardaganum í Toronto.