Rigning og rok á jólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. desember 2018 07:30 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur. Fréttablaðið/GVA „Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira