Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 15:00 Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott. Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott.
Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira