Fótbolti

Barcelona sendir frá sér yfirlýsingu vegna Rabiot

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eftirsóttur
Eftirsóttur getty/Srdjan Stevanovic
Flest bendir til þess að Adrien Rabiot verði leikmaður Barcelona næsta sumar en þessi 23 ára gamli franski miðjumaður er að klára samning sinn við PSG næsta sumar.

PSG hefur reynt allt hvað þeir geta að framlengja við kappann en hann hefur hafnað öllum samningstilboðum félagsins til þessa.

Vitað er af áhuga frá Barcelona en franskir fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur borið spænska stórveldið þungum sökum. Þeir telja sig hafa heimildir fyrir því að Barcelona sé fyrir löngu komið í samningaviðræður við Rabiot sjálfan, þó hann megi ekki tala við önnur lið fyrr en í janúar, eða hálfu ári áður en núgildandi samningur hans við PSG fellur úr gildi.

Barcelona sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið þvertekur fyrir að hafa rætt ólöglega við Rabiot.

Í yfirlýsingunni er engu að síður staðfest að Barcelona hafi átt í viðræðum vegna Rabiot en þær viðræður átt sér stað á heiðarlegan hátt við stjórnarmenn Parísarliðsins.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×