Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 12:24 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. Unga fólkið í ríkisstjórninni þarf að átta sig annars fari allt til fjandans í vetur enda viti þau ekki hvað gæti verið í vændum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það þó jákvæða þróun hversu meðvitað samfélagið er um mikilvægi jöfnuðar. Styrmir og Katrín voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Rólegt ár en erfiðir tímar framundan fyrir ríkisstjórnina Aðspurður sagðist Styrmir telja að liði ár hafi verið rólegt fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, ríkisstjórnin hafi haft það gott. Erfiðari tímar séu þó fram undan vegna undiröldu kjarasamninga og kjara í samfélaginu. „Mjög sterk tilfinning hjá fólki um að þjóðfélagið sé að skiptast í tvennt. Þeir sem eru í aðstöðu til tryggja sína hagsmuni og skilja hina eftir“,segir Styrmir. Styrmir segist finna fyrir þessum tón í samfélaginu og segir unga fólkið í ríkisstjórninni þurfa að átta sig á þessu annars fari allt „til fjandans“ í vetur. Katrín segist finna fyrir umræðunni um jöfnuð og segir hana allt aðra en hún var fyrir tíu árum síðan. Árin fyrir hrun hafi ójöfnuður verið miklu meiri en umræðan nánast engin. „Mér finnst það í raun og veru mjög jákvæð þróun hversu miklu meðvitaðri við erum um að jöfnuður skipti máli fyrir hagsæld samfélaga,“ sagði forsætisráðherra. Katrín vill meina að þetta útskýri þessa undiröldu sem greina má í samfélaginu.Verkfallsaðgerðir, hörku átök og hættulegt ástand Styrmir Gunnarsson segir hins vegar að stjórnmálamenn geri sér ekki grein fyrir þessu. „Undir lok viðreisnaráratugarins voru vaxandi umræður um eitt grundvallaratriði sem ég held að sé grundvallaratriði í dag. Efnamunurinn má ekki verða of mikill, þetta fór gersamlega úr böndum á fyrstu árum nýrrar aldar, gersamlega klikkað ástand. Ég er ansi hræddur um að tilfinning fólks sé sú að, þrátt fyrir hrunið, sé þróunin hafin að nýju,“ sagði Styrmir. Ritstjórinn fyrrverandi minnist á umfjallanir Morgunblaðsins, sem vinstri menn hafi kallað „vonda Morgunblaðið“, sem hélt því fram að efnamunur fólks mætti ekki verða of mikill í eins litlu samfélagi og Ísland er. Styrmir segist muna eftir verkfallsátökum þegar verkfallsverðir stoppuðu mjólkurbíla í Ártúnsbrekku og helltu niður mjólkinni. Þetta hafi verið hörku átök og hættulegt ástand. Nýja kynslóðin í ríkisstjórninni viti ekki hvað gæti verið í vændum.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira