Rod Rosenstein, aðstoðardómamálaráðherra Bandaríkjanna sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni svonefndu, er sagður ætla að láta af störfum þegar nýr dómamálaráðherra tekur við á næstu vikum. Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Rosenstein harðlega en ákvörðun hans nú er sögð hafa verið af fúsum og frjálsum vilja.
Þegar Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að koma nálægt rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2017 féll það í skaut Rosenstein að hafa umsjón með henni.
Trump forseti hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og beint bræði sinni að Rosenstein sem hann skipaði þó sjálfur í embættið.
Forsetinn rak Sessions daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Í stað hans hefur Trump tilnefnt William Barar, fyrrverandi dómsmálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush. Útlit er fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings taki tilnefningu hans fyrir í næstu viku.
Reuters-fréttastofan segir að Rosenstein undirbúi nú að láta af embætti sínu þegar Barr tekur við. Hann muni þó verða Barr innan handar fyrst um sinn til að tryggja að hann geti tekið við embætti vel og örugglega.
Búist er við því að demókratar á þingi geri harða hríð að Barr sem hefur lýst efasemdum um rannsóknina á forsetaframboði Trump. Barr tekur við umsjón rannsóknarinnar þegar hann tekur við embættinu.
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að brotthvarf Rosenstein sé ekki að undirlagi Trump forseta.
Fyrrverandi umsjónarmaður Rússarannsóknarinnar ætlar að hætta

Tengdar fréttir

Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum.

Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni
Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“.


Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér
Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa.