Framundan 2019: Nýtt fullvalda ríki, HM í knattspyrnu, Brexit og 30 ár frá falli Berlínarmúrsins Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2019 09:15 Kosningar fara meðal annars fram meðal annars í Danmörku, Ísrael, Finnlandi og Úkraínu á árinu. Ekki er útlokað að nýtt fullvalda ríki muni líta dagsins ljós á árinu 2019 sem nú er hafið. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu kann að skapa alls kyns vandamál og Demókratar í Bandaríkjunum munu setja sig í stellingar við að finna þann sem mun skora Donald Trump á hólm í forsetakosningunum á næsta ári. Grannt verður fylgst með ástandinu í Sýrlandi og Jemen, búist er við óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og áframhaldandi umræðu um loftslagsmál. Á árinu verður þess einnig minnst að þrjátíu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins og fimm hundruð ár frá dauða Leonardo da Vinci svo eitthvað sé nefnt. Ekki er heldur útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni eitthvað rata í fréttirnar. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2019 sem er nú gengið í garð.Janúar Jair Bolsonaro tók við embætti forseta Brasilíu í ársbyrjun. Bandaríska geimfarið New Horizonsflaug á nýársdag framhjá frosna fyrirbærinu Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarinu var skotið á loft árið 2006 og árið 2015 varð það fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó.Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Austurríki í janúar.Bretar ganga úr ESB þann 29. mars næstkomandi.GettyFebrúar Kosningar fara fram í fjölmennasta ríki Afríku, Nígeríu, þann 16. febrúar. Þar sækist forsetinn Muhammadu Buhari eftir endurkjöri, en einnig verður kosið nýtt þing. Samsung kynnir nýjan Galaxy S10 síma sinn.Ár svínsins gengur í garð í kínverska tímatalinu þann 5. febrúar.Mars 29. mars mun Bretland formlega ganga úr Evrópusambandinu. Mikil óvissa ríkir um útgönguna þar sem útgöngusamningur bresku stjórnarinnar og ESB hefur enn ekki fengist samþykktur í breska þinginu. Atkvæðagreiðsla átti upphaflega að fara fram í breska þinginu í desember en forsætisráðherrann Theresa May ákvað að fresta henni þar sem hún sá fram á að verða undir. Atkvæðagreiðslan mun fara fram þann 15. janúar og er alls óvíst hvort að samningurinn verði þá samþykktur. Reiknað er með að Meghan og Harry Bretaprins muni eignast sitt fyrsta barn í mars eða apríl. Fyrri umferð forsetakosninga fara fram í Úkraínu þann 31. mars. Verði þörf á annarri umferð fer sú fram 21. apríl.Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.GettyAprílÞingkosningar fara fram í Ísrael þann 9. apríl. Kosningum var flýtt í kjölfar deilna innan ríkisstjórnar landsins vegna vopnahlés Ísraelsstjórnar og Hamas á Gasaströndinni.Kosningar fara fram í Indónesíu (17. apríl) og forsetakosningar fara fram í Afganistan (20. apríl). Akihito Japanskeisari mun afsala sér völdum þann 30. apríl. Þetta er í fyrsta sinn í um tvö hundruð ár sem Japanskeisari afsalar sér völdum. Sonur Akihito, Naruhito, verður nýr keisari landsins. Sýningar á síðustu þáttaröð Game of Thrones hefjast.Þingkosningar fara fram í Finnlandi 14. apríl.Ísraelska söngkonan Netta vann sigur í Eurovision árið 2018. Keppnin fer fram í Tel Avív í maí.GettyMaíKosningar fara fram í Indlandi í apríl eða maí og þá fara kosningar til sveitarstjórna víða fram í Bretlandi 2. maí.Eurovision fer fram í Tel Avív i Ísrael dagana 14. til 18. maí.Kosningar til Evrópuþingsins fara fram 23. til 26. maí. Eftir kosningar þurfa aðildarríkin að koma sér saman um nýjan forseta framkvæmdastjórnar sambandsins þar sem Jean Claude Juncker mun láta af störfum. Sömuleiðis þarf að finna arftaka Donald Tusk í embætti forseta leiðtogaráðsins.Kosningar þurfa að fara fram í Suður-Afríku á tímabilinu maí til ágúst.Kosningar fara fram í Belgíu þann 26. maí.Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Þingkosningar fara fram í Danmörku á árinu.GettyJúníÞingkosningar fara fram í Danmörku á árinu, eigi síðar en 17. júní.HM í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi dagana 7. júní til 7. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Frakka og Suður-Kóreumanna á Parc des Princes í París. Ekki er útilokað að nýtt, fullvalda ríki líti dagsins ljós á árinu. Eyjan Bougainville er í dag hluti Papúa Nýju Gíneu, en á árunum 1988 og 1998 ríkti þar blóðugt borgarstríð sem kostaði um 15 þúsund mannslíf. Í friðarsamningnum kom fram að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði fyrir árið 2020 og hefur verið ákveðið að hún fari fram 15. júní 2019. Forsetinn á eynni segist stefna að því að fá alla atkvæðisbæra menn til að greiða atkvæði með sjálfstæði. Íbúafjöldinn á Bourgainville er um 240 þúsund. Leiðtogafundur G20-ríkjanna fer fram í Japan í júní.JúlíAlmyrkvi á sólu verður sýnilegur fólki víða í Suður-Ameríku þann 2. júlí. Finnar taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins af Rúmenum. Aðildarríki ESB skiptast á að fara með formennsku í ráðinu til hálfs árs í senn.Ágúst Þess verður minnst að 250 ár verða liðin frá fæðingu Napóleons. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman í franska bænum Biarritz. Er líklegt að loftslagsmál, menntamál og málefni flóttamanna verði ofarlega á baugi á fundinum.September Apple mun kynna nýjan iPhone-síma sinn í september.Þrjátíu ár verða í nóvember liðin frá falli Berlínarmúrsins.GettyOktóberÞingkosningar fara fram í Portúgal 6. október, Grikklandi þann 20. október og Úkraínu 27. október. Þess verður minnst að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Google hyggst kynna Pixel 4 síma sinn í október.NóvemberKosið verður um ríkisstjóra í Kentucky, Louisiana og Mississippi í Bandaríkjunum þann 5. nóvember. Sömuleiðis fara fram kosningar til ríkisþings í Louisiana, Mississippi, Virginíu og New Jersey.Merkúr mun stökkva fyrir sólu þann 11. nóvember í fáeinar klukkustundir. Það gerist svo næst í nóvember 2032.Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi í nóvember.Desember Fólk á vinnumarkaði má eiga von á mörgum frídögum vegna jólanna þar sem aðfangadagur verður á þriðjudegi í þetta skiptið.Forseta- og þingkosningar fara fram í Túnis í desember. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Mikið um að vera í geimnum á árinu Stefnt er að því að ná þó nokkrum merkum áföngum á árinu en hér verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. 3. janúar 2019 13:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sjá meira
Ekki er útlokað að nýtt fullvalda ríki muni líta dagsins ljós á árinu 2019 sem nú er hafið. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu kann að skapa alls kyns vandamál og Demókratar í Bandaríkjunum munu setja sig í stellingar við að finna þann sem mun skora Donald Trump á hólm í forsetakosningunum á næsta ári. Grannt verður fylgst með ástandinu í Sýrlandi og Jemen, búist er við óróa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og áframhaldandi umræðu um loftslagsmál. Á árinu verður þess einnig minnst að þrjátíu ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins og fimm hundruð ár frá dauða Leonardo da Vinci svo eitthvað sé nefnt. Ekki er heldur útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni eitthvað rata í fréttirnar. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2019 sem er nú gengið í garð.Janúar Jair Bolsonaro tók við embætti forseta Brasilíu í ársbyrjun. Bandaríska geimfarið New Horizonsflaug á nýársdag framhjá frosna fyrirbærinu Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarinu var skotið á loft árið 2006 og árið 2015 varð það fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó.Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Austurríki í janúar.Bretar ganga úr ESB þann 29. mars næstkomandi.GettyFebrúar Kosningar fara fram í fjölmennasta ríki Afríku, Nígeríu, þann 16. febrúar. Þar sækist forsetinn Muhammadu Buhari eftir endurkjöri, en einnig verður kosið nýtt þing. Samsung kynnir nýjan Galaxy S10 síma sinn.Ár svínsins gengur í garð í kínverska tímatalinu þann 5. febrúar.Mars 29. mars mun Bretland formlega ganga úr Evrópusambandinu. Mikil óvissa ríkir um útgönguna þar sem útgöngusamningur bresku stjórnarinnar og ESB hefur enn ekki fengist samþykktur í breska þinginu. Atkvæðagreiðsla átti upphaflega að fara fram í breska þinginu í desember en forsætisráðherrann Theresa May ákvað að fresta henni þar sem hún sá fram á að verða undir. Atkvæðagreiðslan mun fara fram þann 15. janúar og er alls óvíst hvort að samningurinn verði þá samþykktur. Reiknað er með að Meghan og Harry Bretaprins muni eignast sitt fyrsta barn í mars eða apríl. Fyrri umferð forsetakosninga fara fram í Úkraínu þann 31. mars. Verði þörf á annarri umferð fer sú fram 21. apríl.Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.GettyAprílÞingkosningar fara fram í Ísrael þann 9. apríl. Kosningum var flýtt í kjölfar deilna innan ríkisstjórnar landsins vegna vopnahlés Ísraelsstjórnar og Hamas á Gasaströndinni.Kosningar fara fram í Indónesíu (17. apríl) og forsetakosningar fara fram í Afganistan (20. apríl). Akihito Japanskeisari mun afsala sér völdum þann 30. apríl. Þetta er í fyrsta sinn í um tvö hundruð ár sem Japanskeisari afsalar sér völdum. Sonur Akihito, Naruhito, verður nýr keisari landsins. Sýningar á síðustu þáttaröð Game of Thrones hefjast.Þingkosningar fara fram í Finnlandi 14. apríl.Ísraelska söngkonan Netta vann sigur í Eurovision árið 2018. Keppnin fer fram í Tel Avív í maí.GettyMaíKosningar fara fram í Indlandi í apríl eða maí og þá fara kosningar til sveitarstjórna víða fram í Bretlandi 2. maí.Eurovision fer fram í Tel Avív i Ísrael dagana 14. til 18. maí.Kosningar til Evrópuþingsins fara fram 23. til 26. maí. Eftir kosningar þurfa aðildarríkin að koma sér saman um nýjan forseta framkvæmdastjórnar sambandsins þar sem Jean Claude Juncker mun láta af störfum. Sömuleiðis þarf að finna arftaka Donald Tusk í embætti forseta leiðtogaráðsins.Kosningar þurfa að fara fram í Suður-Afríku á tímabilinu maí til ágúst.Kosningar fara fram í Belgíu þann 26. maí.Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Þingkosningar fara fram í Danmörku á árinu.GettyJúníÞingkosningar fara fram í Danmörku á árinu, eigi síðar en 17. júní.HM í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi dagana 7. júní til 7. júlí. Opnunarleikurinn verður leikur Frakka og Suður-Kóreumanna á Parc des Princes í París. Ekki er útilokað að nýtt, fullvalda ríki líti dagsins ljós á árinu. Eyjan Bougainville er í dag hluti Papúa Nýju Gíneu, en á árunum 1988 og 1998 ríkti þar blóðugt borgarstríð sem kostaði um 15 þúsund mannslíf. Í friðarsamningnum kom fram að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði fyrir árið 2020 og hefur verið ákveðið að hún fari fram 15. júní 2019. Forsetinn á eynni segist stefna að því að fá alla atkvæðisbæra menn til að greiða atkvæði með sjálfstæði. Íbúafjöldinn á Bourgainville er um 240 þúsund. Leiðtogafundur G20-ríkjanna fer fram í Japan í júní.JúlíAlmyrkvi á sólu verður sýnilegur fólki víða í Suður-Ameríku þann 2. júlí. Finnar taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins af Rúmenum. Aðildarríki ESB skiptast á að fara með formennsku í ráðinu til hálfs árs í senn.Ágúst Þess verður minnst að 250 ár verða liðin frá fæðingu Napóleons. Leiðtogar G7-ríkjanna koma saman í franska bænum Biarritz. Er líklegt að loftslagsmál, menntamál og málefni flóttamanna verði ofarlega á baugi á fundinum.September Apple mun kynna nýjan iPhone-síma sinn í september.Þrjátíu ár verða í nóvember liðin frá falli Berlínarmúrsins.GettyOktóberÞingkosningar fara fram í Portúgal 6. október, Grikklandi þann 20. október og Úkraínu 27. október. Þess verður minnst að 150 ár eru liðin frá fæðingu Mahatma Gandhi. Google hyggst kynna Pixel 4 síma sinn í október.NóvemberKosið verður um ríkisstjóra í Kentucky, Louisiana og Mississippi í Bandaríkjunum þann 5. nóvember. Sömuleiðis fara fram kosningar til ríkisþings í Louisiana, Mississippi, Virginíu og New Jersey.Merkúr mun stökkva fyrir sólu þann 11. nóvember í fáeinar klukkustundir. Það gerist svo næst í nóvember 2032.Þingkosningar fara fram í Póllandi á árinu, í síðasta lagi í nóvember.Desember Fólk á vinnumarkaði má eiga von á mörgum frídögum vegna jólanna þar sem aðfangadagur verður á þriðjudegi í þetta skiptið.Forseta- og þingkosningar fara fram í Túnis í desember.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Mikið um að vera í geimnum á árinu Stefnt er að því að ná þó nokkrum merkum áföngum á árinu en hér verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. 3. janúar 2019 13:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sjá meira
Mikið um að vera í geimnum á árinu Stefnt er að því að ná þó nokkrum merkum áföngum á árinu en hér verður stiklað á stóru yfir það merkilegasta. 3. janúar 2019 13:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent