"Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í deildinni í mörg ár” Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 6. janúar 2019 22:58 Ágúst ræðir við sína menn. vísir/bára „Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
„Við spiluðum bara nokkuð vel á köflum. Síðustu mínúturnar í fjórða leikhluta fannst mér við vera að spila bara nokkuð fína vörn en hún var ekki alveg nógu góð hjá okkur í byrjun fjórða leikhluta,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals eftir sigurinn gegn Haukum í leik kvöldsins. Illugi Auðunsson leikmaður Vals er búinn að vera meiddur mikið síðastliðin ár. Hann puttabrottnaði eftir fyrsta leikinn á þessu tímabili og er búinn að spila lítið fyrir Val það sem af er á tímabili. Gústi var eins og við mætti búast ánægður að fá flotta frammistöðu frá Illuga í kvöld. „Illugi er náttúrulega rosalega stór karakter. Hann er búinn að vera að glíma við meiðsli núna í einhver tvö ár. Hann sleit krossbönd og síðan brýtur hann fingur í fyrsta leik á tímabilinu gegn Haukum. Það er auðvitað erfitt að missa menn út en það kemur maður í manns stað. Við erum án Aleks í kvöld og Will er meiddur. Það kemur maður í manns stað og aðrir stíga upp.” Valur vann leikinn með 10 stigum og ná þannig innbyrðis viðureignum yfir Hauka en liðin eru nú jöfn í níunda sæti deildarinnar með 4 sigra. „Þessi sigur gefur okkur náttúrulega fyrst og fremst tvö stig en einnig innbyrðis en þessi lið eru hlið við hlið í töflunni svo nú erum við komnir fyrir ofan þá svo þetta skiptir rosalega miklu máli. Þetta getur talið rosa mikið í lokinn en við þurfum bara að klára okkar leiki. Það er náttúrulega fullt eftir, alveg tíu leikir. Maður veit ekki hvað þetta mun þýða nákvæmlega.” Körfuknattleiksdeild birti yfirlýsingu stuttu fyrir leik á Facebook um að Kendall Anthony væri á leiðinni frá liðinu. „Það er rétt að þetta er síðasti leikurinn hans Kendall. Við komumst að samkomulagi við lið í Frakklandi. Það er frábært tækifæri fyrir hann en auðvitað mikill missir fyrir okkur. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir svona tækifæri fyrir hann að fá að fara þangað. Við fáum nýjan mann núna sem verður vonandi klár fyrir næsta leik.” Er ekkert sérstakt komið í ljós varðandi nýjan mann í staðinn fyrir Kendall? „Nei við vitum lítið, það verður kannski bara að skoða það betur eftir næsta leik. Hann verður náttúrulega að fá einhverja leiki til að aðlagast liðinu og við honum en þetta er náttúrulega stórt skarð sem Kendall skilur eftir sig.” „Kendall er mögulega einn besti sóknarmaður sem ég hef séð í Dominos-deildinni í mörg ár.” Er eitthvað annað að frétta af leikmannamálum í þessum félagsskiptaglugga? „Það verður bara að koma í ljós. Ég veit það ekki alveg sjálfur. Will er búinn að glíma við meiðsli. Við vitum ekki hversu alvarleg þau eru. Hann er búinn að vera núna frá í nokkrar vikur.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45 Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 92-102 │Valur hafði betur í KFUM-slagnum Öflugur sigur Vals í botnbaráttunni og KFUM-slagnum. 6. janúar 2019 21:45
Valur selur Kendall í frönsku úrvalsdeildina Valur varð fyrir áfalli í kvöld því þeirra stigahæsti leikmaður er horfinn á braut. 6. janúar 2019 21:05