Ævikvöldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun