Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2019 22:44 Pence varaforseti (f.m.), Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra (t.v.) og Ja'Ron Smith, ráðgjafi Trump forseta, yfirgefa fund með fulltrúum demókrata í dag. Vísir/EPA Þriggja klukkustunda langur viðræðufundur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og aðstoðarmanna leiðtoga á Bandaríkjaþingi um opna alríkisstofnanir virðist engan árangur hafa borið. Ekki hefur tekist að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur stofnanna vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu til umdeilds landamæramúrs. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur nú verið lokaður í tvær vikur. Ástæðan er sú að Donald Trump forseti sagðist myndu beita neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið fyrir jól. Síðan þá hafa demókratar tekið við meirihluta í fulltrúadeildinni. Þar strandar á kröfu forsetans rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar hafa þvertekið fyrir að veita fé til múrsins. Trump hótaði því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust.Washington Post segir að Pence hafi ekki haft umboð til að leggja til nýjar hugmyndir eða upphæðir á fundinum í dag. Því hafi litlar væntingar verið gerðar til hans. Fulltrúar flokkanna ætla að funda aftur á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í fulltrúadeildinni samþykktu útgjaldafrumvörp til að opna flestar alríkisstofnanir sem eru lokaðar í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, vill hins vegar ekki taka nein frumvörp til umræðu nema ljóst sé að forsetinn sé tilbúinn að staðfesta þau sem lög. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Þriggja klukkustunda langur viðræðufundur Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og aðstoðarmanna leiðtoga á Bandaríkjaþingi um opna alríkisstofnanir virðist engan árangur hafa borið. Ekki hefur tekist að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur stofnanna vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu til umdeilds landamæramúrs. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur nú verið lokaður í tvær vikur. Ástæðan er sú að Donald Trump forseti sagðist myndu beita neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum sem leiðtogar repúblikana og demókrata höfðu náð saman um til að fjármagna rekstur þeirra tímabundið fyrir jól. Síðan þá hafa demókratar tekið við meirihluta í fulltrúadeildinni. Þar strandar á kröfu forsetans rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar hafa þvertekið fyrir að veita fé til múrsins. Trump hótaði því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust.Washington Post segir að Pence hafi ekki haft umboð til að leggja til nýjar hugmyndir eða upphæðir á fundinum í dag. Því hafi litlar væntingar verið gerðar til hans. Fulltrúar flokkanna ætla að funda aftur á morgun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Demókratar í fulltrúadeildinni samþykktu útgjaldafrumvörp til að opna flestar alríkisstofnanir sem eru lokaðar í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, vill hins vegar ekki taka nein frumvörp til umræðu nema ljóst sé að forsetinn sé tilbúinn að staðfesta þau sem lög.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Heldur sig á Twitter og aðstoðarmenn telja það jákvætt Ekkert útlit er fyrir að lausn náist í fjárlagadeilu í Bandaríkjunum sem leitt hefur til þess að hluta ríkisstofnana hefur verið lokað og hundruð þúsunda opinberra starfsmanna séu án launa. 30. desember 2018 09:36
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23
Demókratar samþykktu að opna alríkisstofnanir Nær öruggt er að Trump forseti neiti að skrifa undir og repúblikanar í öldungadeildinni ætla ekki að taka frumvörp fulltrúadeildarinnar til umræðu vegna þess. 4. janúar 2019 06:30