Rannsókn á brunanum á Selfossi svo gott sem lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 08:30 Tveir létust í brunanum að Kirkjuvegi þann 31. október. Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig. Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa valdið bruna við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október með þeim afleiðingum að karl og kona létust hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. janúar. Rannsókn málsins er á lokametrunum. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald þann 27. desember en maðurinn hefur verið í haldi lögreglu frá því að hann var handtekinn á vettvangi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn fimmtudag. Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi svo gott sem lokið rannsókn málsins, aðeins sé eftir frágangur rannsóknargagna en að því loknu verði málið sent til héraðssaksóknara sem taki ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður eða ekki. Í greinargerð lögreglu sem tíunduð er í úrskurði Landsréttar segir að maðurinn sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa valdið eldsvoðanum. Niðurstöður tæknideildar vegna brunans séu á þá leið að eldsupptök hafi verið íkveikja af mannavöldum. Kona, sem nýtur réttarstöðu sakbornings og var handtekinn á sama tíma og maðurinn vegna málsins sagðist við yfirheyrslur hjá lögreglu hafa orðið vitni að því þegar maðurinn kveikti í pizzakössum í fangi sér sem og gardínu við sófa í stofunni. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni sagðist maðurinn muna eftir því að hafa kveikt eld með kveikjara í pappa í stofu hússins. Við seinni yfirheyrslur neitaði maðurinn hins vegar að tjá sig.
Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29 Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Sjá meira
Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. 9. nóvember 2018 16:29
Gæsluvarðhald yfir manninum framlengt um fjórar vikur Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem grunaður er um að hafa valdið mannskæðum eldsvoða að Kirkjuvegi á Selfossi í lok október, um fjórar vikur. 29. nóvember 2018 16:05
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01