Segir algeran jöfnuð óæskilegan Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2019 10:56 Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. Vísir/GVA/Vilhelm Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, segir algeran jöfnuð óæskilegan. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni morgun og ræddi hann þar skoðun Viðskiptaráðs sem birt var í gær. Sú skoðun snýr að miklu leyti að kröfum verkalýðshreyfingarinnar og að þær séu ekki í samræmi við raunverulega stöðu Íslands.Í skoðuninni segir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar geri ráð fyrir því að góðir hlutir gerist strax. Þær leiðir séu ólíklegar til að skila þeim árangri sem stefnt er og séu þess í stað líklegar til að skerða lífskjör flestra Íslendinga. „Við viljum að allir hafi jöfn tækifæri eða allir geti fengið helstu nauðsynjar og geti notið grunngæðum í lífinu. Nái endum saman og hafi tækifæri til að blómstra. Við viljum það. Við viljum hins vegar ekki algeran jöfnuð,“ sagði Konráð í Bítinu í morgun. Hann sagði að þá yrði enginn hvati til þess að skara fram úr. „Það verða alltaf einhverjir á lægstu laununum. Já, þú vilt hafa einhvern á lægstu launum en þú vilt alveg hækka þau. En það sem manni sýnist með þessar kröfugerðir og það sem er farið fram með, er að það gangi ekki einu skrefi, heldur næstum því heilu maraþoni, fram úr því sem maður myndi halda að sé raunhæft.“ Konráð segir að miðað við kröfur um skattleysismörk lægstu launa myndu þýða 149 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. „Samkvæmt okkar greiningu er ein sviðsmyndin sú að það þyrfti að hækka skatta á hverja einustu krónu sem landsmenn afla sér, umfram 300 þúsund krónur, þyrftu að hækka upp í 60 prósent fyrir neðra skattþrepið og 67 prósent fyrir efra skattþrepið til að það gangi upp.“ Konráð segir alla sammála um að fólk eigi að geta haft í sig og á. Hins vegar sé verkalýðshreyfingin að leggja til svo miklar breytingar á svo stuttum tíma að það sé óraunhæft.Hlusta má á hluta Bítisins þar sem Konráð hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira