Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2019 15:35 Hörður Guðbrandsson er afar ósáttur við ganginn í samningamálum og nú stefnir í að þetta 12 hundruð manna félag sé að ganga til liðs við hina nýju verkalýðsforystu. Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið. Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Sjá meira
Þolinmæði þeirra í Verkalýðsfélagi Grindavíkur á þrotum. Þetta segir formaður þar, Hörður Guðbrandsson, í samtali við Vísi. Ef ekki dregur til tíðinda á næstu dögum gengur félagið úr Starfsgreinasambandinu og til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Akraness. Samningar eru lausir, það urðu þeir strax í upphafi árs en um er að ræða 12 hundruð manna félag.Frá atvinnurekendum komið minna en ekkert Að sögn Harðar eru þeir í félaginu afar ósáttir við það sem frá samtökum atvinnurekenda komið. Sem sé reyndar lítið og jafnvel minna en ekki neitt. „Ekkert nema vonlaus tillaga um breytingu á vinnutíma. Það er enginn grunnur til að ræða það innan minna vébanda, algjör höfnun á því. Að dagvinna geti hafist klukkan 6 á morgnanna og verið til 7 á daginn. Þetta þýðir í raun að öll yfirvinna myndi detta út. Ekki nein yfirvinna greidd. Því var alfarið hafnað og kröftuglega af mér. Þeir létu það fylgja að það yrði ekkert rætt fyrr en þetta hefði verið rætt og afgreitt, en því var alfarið hafnað af flestum félögunum. Síðan hefur ekkert gerst sem ég veit af,“ segir Hörður.Vilhjálmur Birgisson, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru formenn félaganna þriggja sem nú eru í samfloti í kjaraviðræðunum. Nú stefnir í að Verkalýðsfélag Grindavíkur sláist í þann hóp.En, er verkalýðsforinginn þá óánægður með frammistöðu Starfsgreinasambandsins, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd félagsins? „Jahh, við vorum eitt af þessum sjö félögum sjö félögum sem vildu vísa þessu til sáttasemjara, 11 vildu það ekki. Þetta var fyrir jólin. Sem hafði þær afleiðingar að Efling og Verkalýðsfélag Akraness fóru út. Ef ekkert breytist förum við sömu leið. Við erum með ályktun um það. Skýrist í næstu viku hvort við förum sömu leið. Mikil óþolinmæði með að það fari eitthvað að gerast í þessu. Hjá mínu fólki; í stjórn og trúnaðarmannaráði er þetta var einróma skoðun.“Til liðs við Eflingu og Verkalýðsfélag Skagans Hörður segir að ef svo fer að Verkalýðsfélag Grindavíkur dragi sig út úr Starfsgreinasambandinu muni það fara fram á að vera með Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness í hópi. „Það er bara það sem liggur fyrir, þangað stefnir,“ segir Hörður og ljóst að það þarf í hans huga eitthvað mikið til að koma svo þeir verði áfram í Starfsgreinasambandinu. Hörður vill ekki taka af allan vafa um hvað verði í þeim efnum en það eru engin teikn á lofti um annað að þangað sigli þetta 12 hundruð manna félag; til liðs við hina nýju verkalýðsforystu sem svo hefur verið nefnd. Og munar um minna. Á hádeginu á morgun verður fundur hjá Starfsgreinasambandinu og þá munu þessi mál væntanlega skýrast í kjölfarið.
Grindavík Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19 Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Sjá meira
Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. 28. desember 2018 22:19
Ferlið hjá sáttasemjara hafið Formaður Eflingar segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri SA leggur áherslu á að samhliða haldi samningaviðræður við aðra aðila áfram. 29. desember 2018 07:00