Segir erfitt að eiga við hálku við Gullfoss og Geysi Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 10:51 Mynd sem Friðrik Brekkan tók af ferðamönnum á svellbunka við Geysi. Friðrik Brekkan Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður hjá Umhverfisstofnun, segir ekki einfalt mál að hálkuverja göngustíga á Geysissvæðinu og við Gullfoss. Mikill raki komi frá hverum og fossum og því geti mikil hálka myndast á skömmum tíma sem erfitt er að eiga við. Valdimar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en rætt var við leiðsögumanninn Friðrik Brekkan í þættinum í gær þar sem hann kvartaði undan hálku á þessum vinsælu ferðamannastöðum og sagði marga ferðamenn ekki gera sér grein fyrir því hversu hættulegar aðstæðurnar væru. Kallaði hann eftir því að eitthvað yrði gert í málinu og sagðist hafa horft upp á aðgerðaleysi til margra ára. Valdimar sagði fólk í vinnu flesta daga ársins á Geysis- og Gullfosssvæðunum við að tryggja öruggt aðgengi ferðamanna að þessum náttúruperlum. Mikill raki getur myndast á þessum svæðum þar sem vindátt hefur áhrif á hvar hálkan myndast. Starfsmenn eru mögulega búnir að hálkuverja ákveðið svæði að morgni en svo breytist vindátt sem verður til þess að hann myndast annars staðar síðar sama dag og þá sé erfitt að grípa snögglega inn í aðstæður. Starfsmenn byrja til dæmis að hálkuverja Geysissvæðið og fara svo að Gullfossi þar sem stígar eru hálkuvarðir. Í millitíðinni hafa nýir svellbunkar myndast á Geysissvæðinu. Þegar er frost getur einnig ný hálkufilma myndast ofan á hálkuvörninni þar sem er mikill raki. Valdimar benti á að skilti hefðu verið sett upp á svæðunum þar sem er varað við hálku og ferðamönnum bent á að notast við mannbrodda. Hann sagði sum ferðaþjónustufyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum upp á mannbrodda, en það væri misjafnt eftir fyrirtækjum. Spurður hvort ekki væri hægt að setja hita undir stéttirnar á svæðunum sagði Valdimar að það væri mögulega hægt ef orkuver yrði reist á svæðinu. Þáttastjórnendur spurðu hvort ekki væri nóg af heitu vatni á svæðinu en Valdimar svaraði að ekki væri vilji til að raska svæðinu til að bora eftir heitu vatni. Til stendur hefja mikla uppbyggingu á svæðinu og smíða hækkaða göngupalla en Valdimar sagði slíka palla ekki koma í veg fyrir hálku.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Segir fólk ekki reikna með því að vera í lífshættu á einum vinsælasta ferðamannastað landsins Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann. 2. janúar 2019 10:00