Hún fær miklu minna borgað en hinir aðstoðarþjálfararnir í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2019 10:30 Kristi Toliver. Vísir/Getty Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times. NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
Umræður um launamál kynjanna í bandaríska körfuboltanum hafa verið í fjölmiðlum að undanförnum í tengslum við ósætti leikmanna WNBA með kjör sín. Í framhaldi hafa bandarískir blaðamenn verið að skoða fleiri mál þar sem karla og konur eru að sinna sömu störfum í NBA-deildinni. Blaðamaður New York Times hefur þannig skrifað um stöðu mála hjá Kristi Toliver sem er aðstoðarþjálfari hjá liði Washington Wizards. Toliver réði sig í stöðuna í haust en hún er fyrsti leikmaðurinn í WNBA sem starfar sem aðstoðarþjálfari í NBA á sama tíma. Munur á launum hennar og svo kolleganna hefur aftur á móti hneykslað marga.Yeah, this is ridiculous. “Kristi Toliver, an NBA Assistant Who’s Paid Like an Intern” - The New York Times https://t.co/qEEeIQ3MMj — Brian Sandler (@_BrianSandler) December 31, 2018Kristi Toliver er 31 árs gömul og hefur bæði orðið háskólameistari með Maryland og WNBA-meistari með Los Angeles Sparks. Faðir hennar var dómari í NBA-deildinni. Toliver fær „aðeins“ tíu þúsund dollara fyrir allt tímabilið með Washington Wizards sem nær frá október þar til í júní fari liðið alla leið. Tíu þúsund dalir eru rúm 1,1 milljón íslenskra króna. Það teljast seint vera há laun í heimi NBA en áfallið kemur fyrst fram þegar laun hennar eru borin saman við laun hinn aðstoðarmannanna. Aðstoðarþjálfarar í NBA-deildinni eru vanalega að fá frá hundrað þúsund dollurum upp í eina milljón dollara. Þeir eru því að lágmarki að fá tíu sinnum meira en hún og sumir eru að fá hundrað sinnum meira en hún. Washington Post skrifaði um málið eins og sést hér fyrir neðan.NBA assistant coaches routinely make six figures. Kristi Toliver is making $10,000 with the Wizards. https://t.co/cE6sG6yw9f — Post Sports (@PostSports) January 1, 2019Kristi Toliver er vön því að spila í Evrópu og meðan WNBA-deildin er í vetrarfríi. Það eru ekki miklir peningar í kvennakörfuboltanum og þær bestu reyna að safna í sarpinn með því að spila allt árið. Toliver tók þá ákvörðun að hvíla skrokkinn og safna sér reynslu hjá Washington Wizards liðinu þar sem að hún hefur þegar sett stefnuna á því að verða þjálfari eftir að ferlinum lýkur. „Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem ég er ekki að spila allt árið. Það fylgja því örugglega einhver peningavandræði en þetta er líka mjög spennandi tækifæri sem ég vildi nýta mér. Ég fæ að vera áfram í kringum körfuboltann og í kringum bestu leikmenn og bestu þjálfara í heimi,“ sagði Toliver við New York Times.
NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira