Samstarfi hjálparsveita og skógræktar vel tekið Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:15 Skógræktarfólk gróðursetur rótarskot hjálparsveita í sumar. Fréttablaðið/Ernir Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Nýjung björgunarsveitanna, að bjóða landsmönnum upp á að kaupa græðling til gróðursetningar í nýjum áramótaskógi Skógræktarfélags Íslands, var afar vel tekið og seldust þúsundir rótarskota vítt og breitt um landið fyrir þessi áramót. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir samstarfið komið til að vera og hugmyndin þróuð áfram. „Við erum nú ekki komin með nákvæmar tölur um hversu mörg rótarskot voru seld um þessi áramótin en öll 15.000 eintökin sem við létum útbúa fóru út til björgunarsveitanna. Langflestar þeirra þurftu að panta inn rótarskot aftur því þau seldustu upp í upphafi,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar. „Því er ljóst að nokkur þúsund rótarskot hið minnsta hafa selst.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þar er formaður Jónatan Garðarsson, hann er að vonum ánægður með þetta verkefni. „Við tökum við þessum græðlingum og næsta sumar munum við planta þessu í nýjum skógi við Þorlákshöfn. Þetta samstarf er mjög jákvætt og þegar fram líða stundir verður þessi skógur orðinn stór og fallegur sem allir geta heimsótt og átt góðar stundir í,“ segir Jónatan. „Þessi hugmynd Rakelar Kristinsdóttur mun vonandi verða þess valdandi að einstaklingar geti stutt við björgunarsveitirnar og hugað að náttúrunni í leiðinni.“ Jón Svanberg segir flugeldasöluna um þessi áramót hafa verið kannski örlítið minni en um síðustu áramót. „Sumir voru á pari en aðrir aðeins undir því sem var í fyrra. Það er líklegt að við verðum mjög nálægt sölunni um síðustu áramót. Þetta fer auðvitað í smá sveiflum eins og gengur og gerist.“ Jón segir rótarskotið hafa laðað að nýja viðskiptavini. „Það kom fólk inn á sölustaðina sem hafði aldrei stigið fæti inn til okkar. Nú gerðu þeir það til að kaupa rótarskot sem er auðvitað frábært fyrir alla. Því bindum við miklar vonir við þessa fjáröflun.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira