Körfubolti

Curry og Harden í stuði á nýársnótt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry brosir í nótt.
Curry brosir í nótt. vísir/getty
Venju samkvæmt var leikið í NBA-körfuboltanum í nótt. Meistararnir í Golden State Warriors buðu upp á flugeldasýningu en Boston tapaði gegn  San Antonio.

Golden State vann öruggan sigur á Phoenix Suns á útivelli, 132-109, en Golden State leiddi örugglega í hálfleik 69-52.

Stephen Curry var frábær í liði Golden State. Hann gerði 34 stig auk þess að taka níu fráköst en stigahæstur í liði Phoenix var Deandre Ayton með 25 stig.

Golden State er með 25 sigra er 38 leikir eru búnir en Phoenix hefur verið í ögn meiri vandræðum. Þeir eru með níu sigra í fyrstu 38 leikjunum.

James Harden fór á kostum í liði Houston sem vann tólf stiga sigur á Memphis, 113-101. Houston var 61-38 yfir í hálfleik en hleypti Memphis inn í leikinn í þriðja leikhluta. Þeir höfðu þó sigur að endingu.

Harden gerði sér lítið fyrir og skoraði 43 stig en einnig gaf hann þrettán stoðsendingar. Kyle Anderson gerði tuttugu stig fyrir Minnesota.

Öll úrslit næturinnar:

Atlanta - Indiana 106-116

Orlando - Charlotte 100-125

Memphis - Houston 101-113

Boston - San Antonio 111-120

Minnesota - New Orleans 114-123

Dallas - Oklahoma 102-122

Golden State - Phoenix 132-109

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×