Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 09:00 Arnar Freyr sáttur og sæll á æfingu gærkvöldsins. vísir/tom Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43