Íslenski veggurinn var bara í „einhverju zone-i“ Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 09:00 Arnar Freyr sáttur og sæll á æfingu gærkvöldsins. vísir/tom Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson var brosið eitt þegar að Vísir ræddi við hann fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær enda ekki annað hægt en að hlakka til leiksins í kvöld á móti Þýskalandi. Strákarnir okkar lentu í Köln klukkan 14.00 í gær og æfðu um 19.00 en þeir voru allan daginn búinn að undirbúa sig fyrir stórleikinn á móti gestgjöfunum sjálfum. „Mér líður bara mjög vel. Það var smá hvíld í dag sem var gott. Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og höldum áfram að undirbúa okkur fyrir þennan stórleik,“ segir Arnar Freyr. Línu- og varnarmaðurinn var hreint magnaður á móti Makedóníu og var eins og mennskur veggur. Hann var efstur í löglegum stöðvunum með níu stykki og gerði hreinlega grín að stórskyttum Makedóníumanna og línumönnum þeirra. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var bara í einhverju zone-i. Það var mikið undir því ef við hefðum ekki unnið hefðum við ekki komist áfram. Maður gerir bara allt fyrir Ísland. Þannig bara er maður,“ segir Arnar Freyr sem skoraði tvö falleg mörk í leiknum en hann vill meira þeim megin á vellinum. „Ég á enn þá meira inni í sóknarleiknum. Vonandi fæ ég bara marga bolta á móti Þýskalandi. Svona er þetta bara stundum. Það getur verið erfitt að finna línuna en við erum búnir að fara yfir þetta,“ segir Arnar Freyr. Stóri strákur er svo sannarlega ekki einn í vörninni. Stórmótanýliðinn Elvar Örn Jónsson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bakverðinum og Arnar er hrifinn. „Hann er í geggjuðu formi. Hann er ekki sá stærsti en hann hefur mikinn kraft og er í góðu standi. Það er mikið talað um hæð og eitthvað þannig en hann er bara í rosalega góðu formi og það mun fleyta honum langt í þessari baráttu við svona alvöru línumenn og skyttur,“ segir Arnar Freyr sem er ekkert smeykur fyrir kvöldinu. „Alls ekki. Þetta er bara geðveikt. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég finn meira fyrir tilhlökkun en kvíða. Við getum alveg unnið þessa Þjóðverja ef við náum að spila okkar leik,“ segir Arnar Freyr Arnarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00 Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Elvar Örn Jónsson er mikill handboltaáhugamaður og mætir nú hetjunum sínum í landsleikjum. 19. janúar 2019 07:00
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn