Segir samhljóm með áherslum BSRB og Alþýðusambandsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Sonja Ýr, sem hér sést ávarpa þing ASÍ, segir margt sameiginlegt í áherslum BSRB og ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“ Kjaramál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
„Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“
Kjaramál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira