Lýst eftir leiðtoga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:45 Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun