Upplýsingar um lífskjör landsmanna aðgengileg á nýjum vef Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2019 11:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir Tekjusöguna á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði vefinn tekjusagan.is á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vefurinn veitir aðgang að gagnagrunni um lífskjör landsmanna sem byggir á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstaklinga á Íslandi frá árinu 1991 til 2017. Á vefnum geta landsmenn skoðað þróun ráðstöfunartekna mismunandi hópa, áhrif skatta og bóta auk félagslegs hreyfanleika. Verkefnið hefur tvisvar verið kynnt á samráðsfundum stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins og hefur svo þróast áfram í samskiptum forsætisráðuneytisins og heildarsamtaka á vinnumarkaði en síðustu tvo mánuði hafa 80 einstaklingar úr ráðuneytum og samtökum á vinnumarkaði haft aðgang að vefnum með það að markmiði að gera hann sem bestan úr garði, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Tekjusöguna vera mikilvægt innlegg í samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. „Það er þörf á áreiðanlegum og óumdeildum gagnagrunni með launatölfræði sem allir hafa aðgang að til að hægt sé að leggja mat á launaþróun auk áhrifa skatta og bóta með óumdeildum og áreiðanlegum hætti. Ég tel að með Tekjusögunni séum við komin með styrkan grundvöll undir umræður um kjaramál,“ segir Katrín. „Það er lykilatriði fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku. Tekjusagan gerir okkur kleift að sjá hvernig lífskjör mismunandi hópa hafa þróast, hvaða hópum hefur vegnað vel og hvaða hópar þurfa sérstaka athygli.“Bjarni Benediktsson telur vefsíðuna einstaka á evrópska vísu.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vinnuna eftir því sem hann kemst næst einstaka á evrópska vísu. „Þessi vinna er, eftir því sem við komumst næst, einstök á evrópska vísu. Aldrei áður hefur verið farið í jafn yfirgripsmikla og ýtarlega gagnasöfnun og rannsókn á lífskjaraþróun á Íslandi. Það er ánægjulegt að sjá að okkur hefur miðað áfram og að allir hafa það betra þótt, eins og fram kom í máli forsætisráðherra, módelið sýni okkur hópa sem hafa ekki notið eins mikils vaxtar og við vildum. Það gefur okkur um leið tækifæri til að bregðast við því með markvissum aðgerðum.“Sigurður Ingi segir landsmenn búa í landi tækifæranna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir gögn og gagnasöfnun mikivlægan þátt í samfélaginu í dag. „Þetta verkefni gerir okkur kleift að tala um staðreyndir á nýjan og gagnsæjan hátt. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fást í Tekjusögunni getum við mótað stefnu á markvissari hátt en áður. Það vekur sérstaka athygli mína að sjá staðfestingu á því að félagslegur hreyfanleiki sé einstaklega mikill á Íslandi. Það segir mér að við búum í landi tækifæranna.“ Forsætisráðherra fór yfir hvernig hægt er að kalla fram upplýsingar um þróun lífskjara nokkurra hópa og sýndi eftirfarandi dæmi.Myndin sýnir að lífskjarabati hefur orðið almennt á vinnumarkaði, þó með nokkru bakslagi á árunum í kjölfar bankahrunsins.Myndin sýnir hvernig staða einstæðra mæðra á aldrinum 25-34 ára í 2. tekjutíund með 1-2 börn á leigumarkaði hefur þróast frá 1991.Hér má sjá þróun á kjörum eldri borgara í sambúð og eigin húsnæði.Hér má skoða hvernig fólk hefur hreyfst á milli tekjutíunda yfir ákveðin tímabil og hversu stórt hlutfall færist upp eða niður eða stendur í stað. Slík greining er sögð góður mælikvarði á félagslegan hreyfanleika og bendi gögnin sterklega til þess að félagslegur hreyfanleiki sé mikill á Íslandi. Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði vefinn tekjusagan.is á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vefurinn veitir aðgang að gagnagrunni um lífskjör landsmanna sem byggir á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstaklinga á Íslandi frá árinu 1991 til 2017. Á vefnum geta landsmenn skoðað þróun ráðstöfunartekna mismunandi hópa, áhrif skatta og bóta auk félagslegs hreyfanleika. Verkefnið hefur tvisvar verið kynnt á samráðsfundum stjórnvalda með aðilum vinnumarkaðarins og hefur svo þróast áfram í samskiptum forsætisráðuneytisins og heildarsamtaka á vinnumarkaði en síðustu tvo mánuði hafa 80 einstaklingar úr ráðuneytum og samtökum á vinnumarkaði haft aðgang að vefnum með það að markmiði að gera hann sem bestan úr garði, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Tekjusöguna vera mikilvægt innlegg í samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. „Það er þörf á áreiðanlegum og óumdeildum gagnagrunni með launatölfræði sem allir hafa aðgang að til að hægt sé að leggja mat á launaþróun auk áhrifa skatta og bóta með óumdeildum og áreiðanlegum hætti. Ég tel að með Tekjusögunni séum við komin með styrkan grundvöll undir umræður um kjaramál,“ segir Katrín. „Það er lykilatriði fyrir stjórnvöld að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku. Tekjusagan gerir okkur kleift að sjá hvernig lífskjör mismunandi hópa hafa þróast, hvaða hópum hefur vegnað vel og hvaða hópar þurfa sérstaka athygli.“Bjarni Benediktsson telur vefsíðuna einstaka á evrópska vísu.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vinnuna eftir því sem hann kemst næst einstaka á evrópska vísu. „Þessi vinna er, eftir því sem við komumst næst, einstök á evrópska vísu. Aldrei áður hefur verið farið í jafn yfirgripsmikla og ýtarlega gagnasöfnun og rannsókn á lífskjaraþróun á Íslandi. Það er ánægjulegt að sjá að okkur hefur miðað áfram og að allir hafa það betra þótt, eins og fram kom í máli forsætisráðherra, módelið sýni okkur hópa sem hafa ekki notið eins mikils vaxtar og við vildum. Það gefur okkur um leið tækifæri til að bregðast við því með markvissum aðgerðum.“Sigurður Ingi segir landsmenn búa í landi tækifæranna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir gögn og gagnasöfnun mikivlægan þátt í samfélaginu í dag. „Þetta verkefni gerir okkur kleift að tala um staðreyndir á nýjan og gagnsæjan hátt. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fást í Tekjusögunni getum við mótað stefnu á markvissari hátt en áður. Það vekur sérstaka athygli mína að sjá staðfestingu á því að félagslegur hreyfanleiki sé einstaklega mikill á Íslandi. Það segir mér að við búum í landi tækifæranna.“ Forsætisráðherra fór yfir hvernig hægt er að kalla fram upplýsingar um þróun lífskjara nokkurra hópa og sýndi eftirfarandi dæmi.Myndin sýnir að lífskjarabati hefur orðið almennt á vinnumarkaði, þó með nokkru bakslagi á árunum í kjölfar bankahrunsins.Myndin sýnir hvernig staða einstæðra mæðra á aldrinum 25-34 ára í 2. tekjutíund með 1-2 börn á leigumarkaði hefur þróast frá 1991.Hér má sjá þróun á kjörum eldri borgara í sambúð og eigin húsnæði.Hér má skoða hvernig fólk hefur hreyfst á milli tekjutíunda yfir ákveðin tímabil og hversu stórt hlutfall færist upp eða niður eða stendur í stað. Slík greining er sögð góður mælikvarði á félagslegan hreyfanleika og bendi gögnin sterklega til þess að félagslegur hreyfanleiki sé mikill á Íslandi.
Kjaramál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Sjá meira