Innlent

Fleiri innbrot en minna um þjófnað

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Alls bárust 26 tilkynningar um kynferðisbrot í desember.
Alls bárust 26 tilkynningar um kynferðisbrot í desember. Fréttablaðið/GVA
Tilkynnt var um 67 innbrot á heimili á höfuðborgarsvæðinu í desember og fjölgaði tilkynningum um slík brot talsvert ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða á undan. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði einnig nokkuð í desember miðað við síðustu sex og tólf mánuði þar á undan en alls bárust 26 tilkynningar um slík brot.

Alls bárust 684 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember og fækkaði tilkynningum milli mánaða. Tilkynningum um þjófnað fækkaði verulega ef miðað er við síðustu sex mánuði á undan og einnig fækkaði tilkynningum um eignaspjöll. Akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna jókst talsvert á milli mánaða en alls voru þau brot um 160 talsins. Ölvun við akstur jókst einnig á milli mánaða og einnig ef miðað er við síðustu 12 mánuði á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×