Eina leiðin Hörður Ægisson skrifar 18. janúar 2019 07:00 Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það er yfirlýst stefna stjórnvalda, rétt eins og fyrri ríkisstjórna, að ríkið eigi að losa um eignarhluti sína í fjármálafyrirtækjum. Óraunhæft er að ætla að stór skref verði stigin í þá veru strax á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur nýlega sagt að hann vonist til þess að söluferli bankanna, en ríkissjóður er eigandi að nánast öllu hlutafé í Landsbankanum og Íslandsbanka, hefjist á þessu kjörtímabili. Það eru varfærin áform og gangi þau ekki eftir er óhætt að segja að það yrðu vonbrigði. Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum. Verkefnið er á alla mælikvarða risavaxið. Ríkissjóður er með yfir 400 milljarða bundna sem eigið fé í bönkunum, sem nemur um 17 prósentum af landsframleiðslu og er einsdæmi í hinum vestræna heimi, en til samanburðar var þetta hlutfall um fjögur prósent við einkavæðingu bankanna um síðustu aldamót. Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum. Það er liðin tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta. Sé litið til eignarhalds banka á hinum Norðurlöndunum þá eru þeir almennt að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða. Markmiðið ætti að vera að eignarhald á íslensku bönkunum verði með sambærilegum hætti. Í stað þess að umræðan einskorðist við síðustu einkavæðingu, sem var sumpart misheppnuð og átti sér stað við aðstæður sem eru gjörólíkar þeim sem bankarnir starfa við í dag, þá væri í senn nærtækara og lærdómsríkara að líta til hlutafjárútboðs og skráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra. Það söluferli sýndi, þótt verðið sem fékkst fyrir fjórðungshlut hafi verið undir væntingum, að það er áhugi á íslenskum bönkum hjá erlendum fjárfestum. Kaupendur voru að stærstum hluta alþjóðlegir verðbréfasjóðir og umframeftirspurnin reyndist margföld. Sú vinna, sem var kostuð af kröfuhöfum Kaupþings í samræmi við stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, ætti að koma að gagni þegar hafist verður handa við að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Það er áhyggjuefni, eins og hefur opinberast undanfarið, hversu útbreidd sú skoðun er að ríkið skuli fara með eignarhald á stórum hluta bankakerfisins. Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun