Lækkun hámarkshraða og bætt lýsing á meðal tillagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:27 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna stýrði fundi umhverfis-og skipulagsnefndar Alþingis um umferðaröryggi gangandi vegfarenda við Hringbraut. Vísir/Egill Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Til skoðunar er að bæta lýsingu við Hringbraut, bæta stýringu á umferðarljósum og lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst til að stuðla að auknu umferðaröryggi. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar báru upp á fundi umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis um umferðaröryggi á Hringbraut en gatan heyrir undir Vegagerðina. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs stýrði fundinum en í samtali við fréttastofu sagði hún að fundurinn hefði verið afar góður og upplýsandi en hún leggur áherslu á gott samstarf allra þeirra sem eiga hlut að máli. „Vonandi verður samstarfið gott á milli Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og lögreglunnar þannig að allir leggist á eitt í þeim efnum að það sé ekki verið að vísa hver á annan heldur að allir vinni að því að stuðla að meira öryggi vegfarenda.“ Umferðaröryggi við Hringbraut komst í hámæli eftir að keyrt var á 13 ára stúlku þann 9. janúar síðastliðinn. Íbúar í Vesturbænum hafa látið í ljós áhyggjur sínar í kjölfar slyssins og krefjast úrbóta.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiKeyri yfir á rauðu þrátt fyrir gangbrautarvörslu Foreldrar í hverfinu ákváðu að eigin frumkvæði að fylgja börnum sem verða að fara yfir Hringbrautina til að komast til skóla. Foreldrarnir hafa skipt með sér vöktum. Rósa Björk segist hafa verið í sambandi við umrædda foreldra sem hafi sagt henni að þeir hafi orðið varir við að ökumenn fari yfir á rauðu ljósi þrátt fyrir að foreldri í gulu öryggisvesti sé til staðar til að fylgja börnunum. Á morgun er á dagskrá fundur skóla-og frístundaráðs Reykjavíkurborgar en gangbrautarvarsla verður á meðal þess sem rætt verður um á morgun. „Ég og við í nefndinni höfum komið mjög vel til skila áherslum okkar að það þurfi að vinna með öllum ráðum að því að bæta og auka umferðaröryggi gangandi vegfarenda,“ segir Rósa Björk.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46 Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19 Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Funda í dag um öryggi á Hringbraut Fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar, Vegagerðarinnar, lögreglunnar og Samgöngustofu mæta á samráðsfund sem Reykjavíkurborg hefur boðað til síðdegis í dag. 16. janúar 2019 11:46
Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. 17. janúar 2019 11:19
Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00