Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi deilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 13:00 Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum. Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum.
Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30
Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31
Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47