Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi deilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 13:00 Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum. Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Samninganefnd sautján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins er að meta stöðuna í viðræðum við atvinnurekendur og tekur meðal annars afstöðu til þess hvort vísa beri deilunni til ríkissáttasemjara. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir gott að Samtök atvinnulífsins hafi opnað á að nýir kjarasamningar gildi frá áramótum. Sautján aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sitja sameiginlega við samningaborðið með Samtökum atvinnulífsins eftir að fjölmennasta félagið Efling og Verkalýðsfélag Akraness gengu úr samstarfinu og vísuðu sínum málum til ríkissáttasemjara í samfloti með VR. Stóra samninganefnd Starfsgreinasambandsins með formönnum aðildarfélaganna sautján situr nú á fundi til að meta stöðuna í viðræðunum við atvinnurekendur að sögn Flosa Eiríkssonar framkvæmdastjóra sambandsins. „Það er ætlunin að fara hér yfir vinnu undanfarinna vikna og mánaða. Við munum gera grein fyrir vinnunni í öllum undirhópunum. Stöðunni í kjaraviðræðunum almennt og í einstökum álitamálum,” segir Flosi. Dagurinn í dag verði notaður til að fara yfir stöðuna í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og meta næstu skref. Flosi segir viðræðunum miða áfram en ekki liggi fyrir hvort farið verði að fordæmi Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og VR með að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Það eru tekin einhver skref í þessum viðræðum. Þau eru lítil og það er eitt af því sem metið verður á fundinum þegar líður á daginn; hvort og hvenær sé ástæða til að visa þessari deilu til ríkissáttasemjara.”Þannig að það er á borðinu meðal annars, að ræða það?„Það er allt á borðinu,” segir Flosi. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í vikunni að atvinnurekendur væru tilbúnir til þess að láta nýja kjarasamninga gilda frá áramótum eftir að þeir nást ef samið verði á skynsamlegum nótum eins og hann orðaði það. „Við fögnum því að sjálfsögðu. Þetta var í upphaflegri kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem lögð var fram í október. Að samningar eigi að gilda frá þeim degi sem þeir gömlu falla úr gildi. Við fögnum því náttúrlega að atvinnurekendur séu farnir að fallast á þá eðlilegu kröfu,” segir Flosi Eiríksson. Niðurstaða fundarins í dag verði síðan lögð undir samninganefndir félaganna sautján. Viðræðum við atvinnurekendur án þátttöku ríkissáttasemjara verði ekki haldið áfram nema eitthvað miði í viðræðunum.
Kjaramál Tengdar fréttir Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30 Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31 Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 19:30
Fulltrúar SA og verkalýðsfélaganna þriggja boðaðir til fundar á mánudag Fundi fulltrúa VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins sem hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 10 lauk upp úr klukkan tólf. 16. janúar 2019 12:31
Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. 16. janúar 2019 14:47