Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2019 12:05 Bercow stýrir þingfundum með tiilþrifum. Vísir/EPA Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Evrópskir fjölmiðlar hafa dásamað vasklega framgöngu Johns Bercow, forseta breska þingsins, í umræðum um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu undanfarna daga. Eitt evrópsku dagblaðanna lýsir Bercow sem einu uppsprettu raðar og reglu í breskum stjórnmálum um þessar mundir. Mikið hefur gengið á í breska þinginu undanfarna daga. Fimm daga umræðu þingmanna um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra lauk á þriðjudag með því að yfirgnæfandi meirihluti hafnaði honum. Vantrauststillaga á May var svo felld í gærkvöldi. Allra augu hafa því verið á þinginu síðustu daga. Evrópskir fjölmiðlar virðast hafa skemmt sér við að fylgjast með Bercow sem stýrir þingfundum í neðri deild þingsins af festu, að sögn The Guardian. Þeir hafa fjallað um tilþrifamikil köll þingforsetans eftir þögn og röð og reglu í þingsal. „Enginn á Bretlandseyjum getur hrópað „hljóð, hljóð“ eins fallega og John Bercow,“ segir hollenska dagblaðið De Volkskrant. Það fullyrðir jafnframt að „eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum kemur út um munn Johns Bercow þessa stormasömu daga“. Aðrir miðlar hafa tekið saman myndbönd af Bercow í ham og birt á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal er þýski fréttaskýringarþátturinn Tagesschau sem birti myndband með titlinum „Hljóð! Hljóð! Hljóð!“ og sýnir Bercow hvetja þingmenn til stillingar, oft með leikrænum tilþrifum. Franska útvarpsstöðin Radio France Internationale tilnefndi Bercow sem „Evrópubúa vikunnar“. Þingforseti í neðri deild breska þingsins sér um að stýra fundum og veitir þingmönnum orðið. Hann ber einnig ábyrgð á því að halda uppi röð og reglu í umræðum og getur refsað þingmönnum fyrir að brjóta gegn þingsköpum. Þannig húðskammaði Bercow Boris Johnson, þáverandi utanríkisráðherra, fyrir karlrembu eftir að Johnson vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar í þingræðu. Bercow hefur verið þingforseti frá árinu 2009 og eru sagður njóta þess að baða sig í sviðsljósinu. Hann var áður félagi í Íhaldsflokknum en þingforsetar eru hlutlausir gagnvart stjórnmálaflokkunum og segja sig frá þeim áður en þeir taka við embættinu.Order! Order! Order! pic.twitter.com/WjvKZWGTPu— tagesschau (@tagesschau) January 16, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Forseti breska þingsins húðskammaði Boris Johnson fyrir karlrembu John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins húðskammaði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, eftir að sá síðarnefndi vísaði til þingkonu með nafni eiginmanns hennar. 27. mars 2018 20:27