Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2019 19:30 Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag. Kjaramál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag.
Kjaramál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent