Það er ekkert launungarmál að Gunnar Nelson er að reyna að fá bardaga gegn Englendingnum Leon Edwards í London um miðjan mars. Það er þó ekkert að frétta af þeim málum.
Edwards, sem kallar sig Rocky, vill nefnilega frekar fá að berjast við landa sinn, Darren Till, og útkljá hver sé bestur í veltivgtinni á Bretlandseyjum. Edwards er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC en Till er í þriðja sæti. Gunnar er svo í tólfta sæti.
Þó svo Edwards vilji fá Till þá virðist UFC frekar vera á því að hann eigi að berjast við Gunnar. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að vinna í því að Till berjist við Colby Covington sama kvöld.
„Besti bardaginn sem hægt er að bjóða Lundúnabúum upp á er ég á móti Till. Af einhverjum ástæðum þá vill hvorki hann né UFC sjá þetta gerast. Þetta yrði langbesti bardaginn fyrir UFC-aðdáendur á Bretlandseyjum,“ sagði Rocky.
Edwards er búinn að vinna sex bardaga í röð og segir það alveg vera pottþétt að hann berjist í London þann 16. mars. Líklegra er að það verði gegn Gunnari en Till eins og staðan er núna þó svo það sé ekki efst á óskalista Bretans.
Rocky vill frekar berjast við Till en Gunnar Nelson
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn





Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september
Enski boltinn



Fleiri fréttir
