Framkvæmdastjóri SA segir viðræður ganga vel við félög sem ekki vísuðu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2019 13:13 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðræður við þau verkalýðsfélög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. Hægt sé að ná fram samningum sem bæti kjör þeirra lægst launuðu og samstaða sé um að stytta vinnuvikuna og að ráðist verði í átak í húsnæðismálum.Í fréttum okkar í gær var haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR að ef ekki næðist árangur í viðræðum félagsins, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun, væri ekki ólíklegt að viðræðum verði slitið. Það þýðir að félögin þrjú gætu boðað til aðgerða.Formaður VR þurfi að skýra orð sín Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir formann VR verða að skýra hvað hann telji nást fram með því að slíta viðræðum. „Það sem ég og SA höfum lagt áherslu á í þessum viðræðum er að reyna meta þetta út frá hagsmunum heildarinnar. Við höfum reynt að tryggja að við getum búið áfram við ágætis aðstæður í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar,” segir Halldór Benjamín. Þetta eigi að vera hægt þótt mörg fyrirtæki séu í erfiðleikum og hafi þurft að hagræða á undanförnum mánuðum með því að segja upp fólki. Þá hafi mörg fyrirtæki jafnvel hætt starfsemi. „Við teljum okkur hafa teygt okkur mjög langt til að ná samningum núna. Allt frá því við kynntum áherslur okkar í byrjun október. Við höfum líka svosem verið tilbúin að fallast á að samningar gildi frá áramótum ef við náum samningum á skynsömum nótum. Við höfum sagt að innihald samninganna skipti aðalmáli,” segir Halldór Benjamín.Vöruðu við að vísa til sáttasemjara Lögð sé áhersla á að bæta kjör fólks á lægstu laununum. „Við höfum lagt áherslu á heilbrigðan húsnæðismarkað styttingu vinnuvikunnar, jafnari fjölskylduábyrgð sem leiðir þá til bættrar stöðu kvenna á vinnumarkaði. Mér finnst þetta vera ábyrgar áherslur sem Samtök atvinnulífsins hafa kynnt og talað fyrir á samningafundum,” segir framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins ræða við félög innan Starfsgreinasambandsins á tveimur vísgstöðvum eftir að Efling og Verkalýðsfélag Akraness sögðu sig frá heildarviðræðum Starfsgreinasambandsins og vísuðu ásamt VR sínum málum til ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín segir viðræðurnar við þau félög sem ekki vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara á góðri ferð. „Við vöruðum við því að visa til ríkissáttasemjara. Töldum að það myndi hægja á ferlinu sem raun hefur orðið. En okkar skylda er auðvitað sú að ná kjarasamningum með ábyrgri verkalýðshreyfingu og stjórnvöldum. Sem geta þá vonandi lagt eitthvað gott til að rétta hlut þeirra sem minnst bera úr bítum í samfélaginu. Og jafnframt til að ráðast í, það sem mér finnst vera komin samstaða um, sókn í húsnæðismálum. Laga þannig þann markaðsbrest sem myndaðist á húsnæðismarkaði eftir hrun,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15 VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Störukeppni er til lítils Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. 15. janúar 2019 06:15
VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið. 14. janúar 2019 18:45