Heimilislaus maður kom NFL-leikmanni til bjargar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2019 22:00 Þetta er hann Dave. Skjámynd/41 Action News Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019 NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
Það snjóaði í Kansas City um helgina og það voru ekki bara áhorfendur sem áttu í vandræðum með að komast á völlinn. Sumir leikmenn lentu í vandræðum og einn þeirra fékk hjálp úr óvæntri átt. Lið Kansas City Chiefs er komið alla leið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í úrslitakeppni NFL sem er besti árangur félagsins í meira en aldarfjórðung. Kansas City Chiefs vann Indianapolis Colts í úrslitakeppni NFL um helgina en það voru vandræði á einum leikmanni liðsins fyrr um daginn. Hetja helgarinnar í Kansas City reyndist vera heimilislaus maður sem var tilbúinn að hjálpa nánunganum. Heimilismaður kom nefnilega einum leikmanni Kansas City Chiefs til bjargar á leiðinni í leikinn á móti Colts. Sá hafði fest bílinn sinn í snjónum. Umræddur leikmaður heitir Jeff Allen og spilar í sóknarlínu Kansas City Chiefs liðsins. Allen komst í leikinn í tíma og aðstoðaði liðsfélaga sína við að vinna öruggan 31-13 sigur á Colts.Homeless man gets three AFC championship tickets after helping a Chiefs player stuck in the snowhttps://t.co/fRcQ5Ck1Os — Post Sports (@PostSports) January 14, 2019Eftir leikinn kom Jeff Allen á Twitter og sagði frá þessum hjálpsama manni og bað um hjálp netverja til að finna hann aftur. Eina sem hann vissi var að hann hélti Dave og að hann keyri um á 97 eða 98 árgerð af svörtum Suburban. Jeff Allen ætlaði nefnilega að bjóða honum á næsta leik sem er á móti New England Patriots um næstu helgi. Maðurinn fannst á lokum og þá kom í ljós að hann var heimilislaus en jafnframt að hann hafi ekkert verið að pæla í því hvort Jeff Allen væri leikmaður Kansas City Chiefs eða ekki. Hann sá bara fólk í vandræðum í snjónum og vissi að hann gæti hjálpað til. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Dave, óvæntustu hetju helgarinnar í Kansas City.Update: Despite the recent influx in people changing their name to Dave in the KC area lol, I was actually able to track down the Dave that helped me thanks to the power of social media and #ChiefsKindgom. Thanks for your kindness https://t.co/e4OkEg6AAw — Jeff Allen (@JeffAllen71) January 13, 2019
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira