Skapa meiri eitraðan úrgang en ferskt vatn Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2019 20:30 Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. AP/Lenny Ignelzi Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar. Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Eimingarstöðvar um heim allan skapa meira af eitruðum úrgangi en ferskvatni. Úrganginum er að mestu leyti dælt aftur út í hafið þar sem hann veldur skaða á lífríki. Vísindamenn frá Kanada, Hollandi og Suður-Kóreu komust að þessari niðurstöðu en Sameinuðu þjóðirnar stóðu við bakið á þeim við rannsóknina. Allt í allt erum 16 þúsund eimeingarstöðvar starfræktar um heiminn allan og er talið líklegt að þeim muni fjölga verulega. Þær framleiða um 51,8 milljarða rúmmetra af úrgangi á ári hverju. Gróflega reiknað myndast um einn og hálfur lítri af leðjunni við hvern lítra af ferskvatni. Á hverju ári myndast það mikið af söltum úrgangi að hægt væri að þekja svæði um 170 þúsund ferkílómetra svæði (Ísland er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar) með 30 sentímetra þykku lagi af úrganginum, samkvæmt AP fréttaveitunni.Vísindamennirnir kalla eftir því að betur verði farið með úrganginn en meira en helmingur hans kemur frá einungis fjórum ríkjum. Þau eru Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Katar. Ríki í Norður-Afríku og Kyrrahafinu reiða einnig mikið á eimað vatn til neyslu.Um er að ræða nokkurs konar saltleðju, sem inniheldur þar að auki efni eins og kopar og klór. Leðja þessi sekkur til botns þar sem henni er dælt út í sjó. Þar veldur hún skaða á lífríkinu og þá meðal annars með því að draga úr súrefni í sjónum. Meðal þess sem hægt væri að gera til að draga úr skaðanum frá leðjunni er að hræra hana saman við sjó áður en henni er dælt út í höfin aftur. Þá væri sömuleiðis hægt að safna henni saman í sérstökum laugum og safna saltinu og öðrum efnum þegar vatnið gufar upp.Wired bendir þó á að eiming sé sífellt að verða hagkvæmari og þróunin sé tiltölulega hröð. Vandinn sé sá að þau fjögur ríki sem eru nefnd hér að ofan eru nánast eingöngu að eima sjó og gera það með gömlum búnaði. Þau brenni olíu til að sjóða sjóinn. Slík aðferð er bæði orkusöm og skilur eftir sig meiri saltleðju en aðrar.
Katar Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Umhverfismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira