Antoine Griezmann tryggði Atletico Madrid sigur gegn Levante og minnkaði forskot Barcelona á toppi La Liga deildarinnar niður í tvö stig.
Griezmann skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu og tryggði Atletico mikilvæg stig í titilbaráttunni.
Atletico hefði getað gert fleiri mörk en liðið átti samtals 19 marktilraunir, þó aðeins fimm þeirra hefðu ratað á markrammann.
Barcelona á leik til góða gegn Eibar seinna í dag og getur þá aukið forskot sitt að nýju.

