Innlent

Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut.
Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar ákvað í vikunni að veita fjármagni til Vesturbæjarskóla vegna gangbrautarvörslu við götuljós á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla.

Viðbrögðin urðu eftir að þar keyrt var á unglingstúlku. Íbúar í Vesturbænum krefjast úrbóta og fundar með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra og lögreglustjóra en samráðsfundur verður haldinn í næstu viku.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut.

„Hraðbrautir eiga einfaldlega ekki heima inní miðjum íbúahverfum. Við þurfum hins vegar götur með umferð en hún þarf þá að vera þannig að hún stefni ekki lífi og limum barna og fullorðna í hættu.“

það hafa verið settar fram tillögur um það að lækka hámarkshraða á Hringbraut sem eru nú til umræðu hjá Vegagerðinni og Lögreglu. Það er fyrirhugaður fundur um miðja næstu viku með þessum aðilum og ég bind vonir við að út úr þeim viðræum komi vel rökstuddar og faglega tillögur sem taka mið af hagsmunum íbúanna sem þarna búa.


Tengdar fréttir

Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×