Pólitíska María Bjarnadóttir skrifar 11. janúar 2019 08:00 Fötin skapa stjórnmálafólkið. Þau þurfa því að huga að tískunni, pólitískunni. Það er jú ekki tilviljun að stjórnmálakarlar fá umsagnir rýnihópa um lit á hálstaui áður en þeir halda mikilvægar ræður. Fátt eins áhrifaríkt og rautt bindi þegar almenningur þarf að sjá trúverðugleika. Það eru ekki aðeins keisarar og atvinnustjórnmálamenn sem flíka skoðunum með fatnaði. Kenningin er að lattélepjandi ullartreflafólkið sé vinstrisinnað og gangi með endurnýtanlegu kaffimálin sín vegna þess að þau hata ekki bara einkabílinn heldur líka einkaframtakið. Þess vegna þurfa þau að vefja sig treflum og hafa heitan drykk í hendinni því það er kalt á Íslandi og þau geta ekki hækkað í miðstöðinni. Það getur hins vegar fólkið sem keyrir á smart jeppa á skrifstofuna í Borgartúninu. Þau þurfa ekki trefla. Hægrifólkið sem vill lægri fjármagnstekjuskatt og engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla er enda ekki bara á móti umhverfinu heldur líka láglaunafólki eins og sést á klæðkerasniðnu jakkafötunum frá John Taylor. Nýjasta lumman í pólitískunni eru gulu öryggisvestin sem hafa náð mikilli útbreiðslu í Evrópu. Þetta er frönsk tíska, en ekki ríkisstyrkt umferðaröryggisátak í Evrópusambandinu. Frakkar hafa auðvitað alltaf verið leiðandi í pólitískunni, hvort sem um er að ræða parruk fyrir yfirstéttina eða öryggisvesti fyrir almúgann sem er ósáttur við atvinnuleysi. Markhópurinn fyrir gulu vestin virðist þó vera blandaður eftir því sem tískan breiðist út. Þannig virðast þau aðallega höfða til fólks með útlendingaandúð í Hollandi. Í Bretlandi eru það stuðningsmenn Brexit og hægriöfgamenn sem öskra á þingmenn á almannafæri sem hafa fagnað lúkkinu. Spurning hvort neongulur og endurskin nái fótfestu í íslensku pólitískunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Fötin skapa stjórnmálafólkið. Þau þurfa því að huga að tískunni, pólitískunni. Það er jú ekki tilviljun að stjórnmálakarlar fá umsagnir rýnihópa um lit á hálstaui áður en þeir halda mikilvægar ræður. Fátt eins áhrifaríkt og rautt bindi þegar almenningur þarf að sjá trúverðugleika. Það eru ekki aðeins keisarar og atvinnustjórnmálamenn sem flíka skoðunum með fatnaði. Kenningin er að lattélepjandi ullartreflafólkið sé vinstrisinnað og gangi með endurnýtanlegu kaffimálin sín vegna þess að þau hata ekki bara einkabílinn heldur líka einkaframtakið. Þess vegna þurfa þau að vefja sig treflum og hafa heitan drykk í hendinni því það er kalt á Íslandi og þau geta ekki hækkað í miðstöðinni. Það getur hins vegar fólkið sem keyrir á smart jeppa á skrifstofuna í Borgartúninu. Þau þurfa ekki trefla. Hægrifólkið sem vill lægri fjármagnstekjuskatt og engar ívilnanir fyrir rafmagnsbíla er enda ekki bara á móti umhverfinu heldur líka láglaunafólki eins og sést á klæðkerasniðnu jakkafötunum frá John Taylor. Nýjasta lumman í pólitískunni eru gulu öryggisvestin sem hafa náð mikilli útbreiðslu í Evrópu. Þetta er frönsk tíska, en ekki ríkisstyrkt umferðaröryggisátak í Evrópusambandinu. Frakkar hafa auðvitað alltaf verið leiðandi í pólitískunni, hvort sem um er að ræða parruk fyrir yfirstéttina eða öryggisvesti fyrir almúgann sem er ósáttur við atvinnuleysi. Markhópurinn fyrir gulu vestin virðist þó vera blandaður eftir því sem tískan breiðist út. Þannig virðast þau aðallega höfða til fólks með útlendingaandúð í Hollandi. Í Bretlandi eru það stuðningsmenn Brexit og hægriöfgamenn sem öskra á þingmenn á almannafæri sem hafa fagnað lúkkinu. Spurning hvort neongulur og endurskin nái fótfestu í íslensku pólitískunni.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun