Síbrotamaður hótaði starfsmönnum: „I will cut your throat, I will kill your family“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 17:47 Maðurinn sagðist ekki ætla aftur í fangelsi. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem lögreglan óttast að haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Lögreglan hefur til rannsóknar fjöldamörg brot sem maðurinn er grunaður um að hafa framið síðastliðna ellefu mánuði. Um er að ræða innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu barst tilkynning klukkan sex að morgni sunnudaginn 30. desember síðastliðinn vegna manns sem hafði dregið upp hníf og ógnað starfsmönnum í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sá hún manninn hlaupa frá starfsmönnum og hvarf sjónum lögreglu á iðnaðarsvæði. Maðurinn hafði skilið eftir bakpoka sem geymdi fatnað ásamt ýmsum munum sem staðfest er að hafa verið stolið í innbrotum í bifreiðar. Lögreglan ræddi við vitni á vettvangi sem sagðist hafa komið að manninum í bifreið sinni. Var búið að brjóta rúðu farþegamegin en vitnið sagðist hafa leitt manninn með sér til að hringja á lögreglu. Maðurinn hafi þá dregið upp hníf og otað að nærstöddum. Samkvæmt vitninu sagði maðurinn: „I will cut your throat, I will kill your family, do you want to die“. Einnig hafi hann sagt „ég fer ekki í fangelsi aftur“. Maðurinn lét sig hverfa en framburður tveggja annarra á vettvangi var á sama veg. Lögreglan handtók manninn klukkan 18 sama dag en maðurinn gekkst við því að hafa brotist inn í bifreiðina og tekið þaðan tvö þúsund krónur í smámynt. Hann kannaðist ekki við að hafa hótað neinum né að hafa dregið upp hníf til að komast undan. Hann sagðist hafa tekið hnífinn upp úr vasa sínum ásamt öðru og var þá hótað af mönnum á vettvangi. Þegar lögreglan spurði hann út í munina sem fundust í bakpoka hans sagði hann hafa fengið þá frá vini hans. Í greinargerð lögreglu kemur fram að hún sé með tólf önnur mál gegn manninum til rannsóknar. Hefur hann áður verið dæmdur fyrir auðgunarbrot og sérrefsilagabrot. Hann lauk afplánun á tveggja mánaða dómi í september síðastliðnum. Er hann sagður framfleyta sér og fjármagna vímuefnafíkn sína að einhverju eða öllu leyti með afbrotum.Féllst Landsréttur á að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi til 28. janúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira