Eldsupptök á Hvaleyrarbraut enn á huldu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 16:55 lökkviliðsmenn áttu í fullu fangi með að ráða niðurlögum eldsins enda aðstæður erfiðar, hvasst og rigning. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu. Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þrátt fyrir ítarlega rannsókn tókst ekki að ákvarða með fullri vissu hver upptök eldsins í iðnaðarhúsi að Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði voru. Húsið brann til kaldra kola um miðjan nóvember síðastliðinn og segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, að þrátt fyrir að búið sé að ljúka rannsókn málsins sé ekki loku fyrir það skotið að bruninn verði tekinn aftur til rannsóknar, berist vísbendingar sem taldar eru gefa tilefni til þess. Rannsókn málsins var umfangsmikil, til að mynda var rætt við fjölda vitna og legið yfir margvíslegum myndbandsupptökum auk þess sem eigendur létu lögreglu- og slökkviliðsmönnum í té ýmsar upplýsingar um húsnæðið og reksturinn. Engu að síður hafi það verið niðurstaða rannsakenda að ekki væri hægt að fara lengra með málið. Vettvangurinn var afar illa leikinn, ekki aðeins eftir brunann heldur neyddust björgunarsveitarmenn einnig til að hrófla við verksummerkjum til að ráða niðurlögum eldsins.Sjá einnig: Stórbruni í HafnarfirðiSkúli segir að þrátt fyrir að nákvæm eldsupptök liggi ekki fyrir hafi rannsakendur séð að eldurinn hafi kom upp einhver staðar í vesturenda efri hæðar hússins. Þar mátti finna ýmis rafmagnstæki í hleðslu og segir Skúli að ekki sé útilokað að eldurinn kunni að hafa kviknað út frá rafmagni. Sem fyrr segir var ekki hægt að sanna það með óyggjandi hætti, en þó ljóst að sögn Skúla að rafmagnstafla sem var þar á svipuðum slóðum, og lá lengi undir grun, sé ekki uppspretta eldsins. Að sama skapi er ekki talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við brunann og liggur enginn undir grun um að hafa borið eld að húsnæðinu.
Hafnarfjörður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04 Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55 Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í annað sinn sem húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola Þetta er í annað sinn sem húsnæði Glugga-og hurðasmiðju SB brennur til kaldra kola því árið 1996 varð stórbruni í Glugga-og hurðasmiðjunni sem þá var til húsa að Dalshrauni 17. Fyrirtækið opnaði síðan á nýjum stað að Hvaleyrarbraut ári síðar. 17. nóvember 2018 09:04
Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“ Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar. 17. nóvember 2018 09:55
Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra. 18. nóvember 2018 19:00