Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 11:54 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll nemur 8,7% Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08