Innlent

Hollvinir gáfu HSN nýja íbúð á Blönduósi

Sveinn Arnarsson skrifar
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hlaut veglega gjöf frá hollvinasamtökum sínum á Blönduósi fyrir skömmu. Við hátíðlega athöfn afhentu hollvinasamtökin stofnuninni fullbúna aðstandendaíbúð að gjöf sem ætluð er sem íverustaður aðstandenda langveikra sjúklinga sem þurfa mikla viðveru á Blönduósi.

Íbúðin, sem er fullbúin helstu þægindum, er afhent í minningu Sigursteins Guðmundssonar. Sigursteinn var læknir Austur-Húnvetninga lengi.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands nær allt frá Húnavatnssýslum í vestri til Langaness í austri og starfar því á afar víðfeðmu svæði. Er þessi viðbót því kærkomin fyrir bæði sjúklinga og aðstandendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×