Fyrir 10 árum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun