Maduro gefur lítið fyrir afarkosti Evrópuríkja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2019 14:40 Nicolás Maduro. Í bakgrunn má sjá málverk af frelsishetjunni Simóni Bolívar Carlos Becerra/Getty Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar. Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafnar alfarið afarkostum sem nokkur stærstu ríki Evrópu, hafa sett honum þar sem þess var krafist að hann héldi kosningar í landinu innan næstu átta daga, ellegar myndu ríkin viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Juan Guiadó, sem forseta landsins. Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland sendu Maduro tóninn í gær þar sem ríkin hótuðu því að viðurkenna ekki stjórn hans í landinu ef ekki yrði af kosningunum. Bandaríkin hafa þegar lýst því yfir að þau styðji Guaidó sem forseta Venesúela. Í viðtali við CNN Türk í Tyrklandi sagðist Maduro hafna þessum afarkostum sem sér væru settir og hélt því fram að tilkall Guaidó bryti í bága við stjórnarskrá Venesúela. Þá sagði hann ólíklegt, en ekki ómögulegt, að hægt væri að koma á samtali og jafnvel fundi milli hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.Juan Guaidó hefur get tilkall til forsetastóls Venesúela.Carlos Becerra/GettyMeðal þeirra ríkja sem standa við bakið á Maduro og tilkalli hans til áframhaldandi setu á valdastól eru Rússland, Kúba og Tyrkland. Mikil ólga ríkir nú í Venesúela en mótmæli og matarskortur hafa nánast verið daglegt brauð í lífi borgara íbúa landsins undir stjórn Maduro. Afar óstöðugt efnahagsástand er í landinu en gert er ráð fyrir að verðbólga í landinu muni hækka upp í tíu milljón prósent á þessu ári. Þá hafa meira en þrjár milljónir hafa flúið ástandið til nágrannalanda Venesúela frá því Hugo Chávez, forveri Maduro í starfi og flokksbróðir, tók við völdum í landinu eftir byltingu kennda við rómansk-amerísku frelsishetjuna Simón Bolívar.
Venesúela Tengdar fréttir Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16 Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30 Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Kallar eftir afstöðu allra ríkja til Venesúela Utanríkisráðherra Bandaríkjanna var ómyrkur í máli á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna. 26. janúar 2019 16:16
Útilokar ekki að slíta viðskiptasambandi við Maduro Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hyggist gera allt sem í þeirra valdi stendur til að knýja á um nýjar kosningar í Venesúela. Hann segist ekki útiloka að hætta öllum viðskiptum við ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 26. janúar 2019 21:30
Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Enn þrengir að Nicolás Maduro og stjórn hans í landinu. 26. janúar 2019 14:13