Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2019 10:30 Vandræðaveggur og það sem meira er, þeir sem deila eru hjartanlega sammála um að þessi veggur sé alveg forljótur. Veggur nokkur við hótel á Húsavík, sem skagar út á og yfir gangstétt og hindrar þannig alla umferð þar um hefur vakið athygli. Og þegar það fylgir sögunni að eigandi hótelsins er forseti bæjarstjórnar og varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur þá fer nú að fara um ýmsan manninn. „Þessi veggur er forljótur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson sem er einmitt téður forseti og varaformaður skipulagsnefndar.Ha?„Dettur þér í hug í eina mínútu að maður í ferðaþjónustu vilji hafa svona nokkuð fyrir framan hús sitt?“ spyr Örlygur Hnefill blaðamann Vísis. Ljóst má vera að honum er ekki skemmt vegna sérkennilegs máls sem komið er upp á Húsavík.Grjóthörð gagnrýni á vegginn Eins og áður sagði er þessi veggur umdeildur. Stefán Guðmundsson eigandi Gentle Giants á Húsavík hefur gagnrýnt bæjaryfirvöld mjög, meðal annars vegna veggjarins. Hann tekur hann til kostanna í afar harðorðri grein þar sem segir meðal annars:Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants við annan vegg á Húsavík, en Stefáni var gert að fjarlægja vegg sem var á hans vegum.visir/tryggvi„Veggurinn við Cape Hotel hefur staðið þar nú í tæpa 5 mánuði og ekki enn verið ákveðið hvernig verður farið með hann samkv. nýlegri greinargerð skipulagsfulltrúans; jafnvel þótt hann skagi útfyrir gangstétt og hefti alla umferð þar í alfaraleið og líti auk þess út fyrir að vera kolólöglegur,“ skrifar Stefán. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að verulegrar ólgu gæti á Húsavík vegna þessa máls sem og annarra. Ljóst er að hann telur forseta bæjarstjórnar í algjöru klandri vegna þessa máls. Sjálfur hefur Stefán staðið í deilum við bæjaryfirvöld vegna annars veggs sem honum var gert að rífa. Örlygur segir hins vegar að það sé auðvelt að láta þetta mál líta illa út fyrir sig og játar fúslega að hann sé í afar aulalegri stöðu; að standa í deilum við bæjaryfirvöld vegna málsins en vera jafnframt í forsvari fyrir þau sömu yfirvöld.Gatnaframkvæmdir frá í sumar en gatan sem Hótel Örlygs stendur við var öll sundurgrafinn.Örlygur Hnefill„Ég bað ekki um þennan vegg,“ segir Örlygur Hnefill og útskýrir að í vor hafi verið farið í miklar gagnaframkvæmdir vegna lagna til sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða. Gatan var öll grafin upp.Gatnaframkvæmdirnar kostuðu Örlyg milljónir „Verktakarnir sögðu að þetta myndi taka fimm daga, í mesta lagi tíu ef illa gengi. Þetta stóð frá byrjun júní og fram í október. Það hafði með það að gera að hönnunargögn voru vitlaus fyrir þetta verkefni. Þegar farið er af stað kom í ljós mikill ágalli á hönnunargögnum og verktaki hætti í miðri framkvæmd. Allt skilið eftir sem rjúkandi rúst og fyrir okkar fyrirtæki var þetta margra milljóna tjón.“ Örlygur Hnefill lýsir því að flestir gestir sem voru með bókað í sumar hafi komið en aðrir ekki.Örlygur Hnefill stendur í ströngu og er, þvert gegn vilja sínum, beggja vegna borðsins.„Ekki nokkur maður inn af götunni eins og alla jafna er. Þegar húsið er alveg afgirt, engin bílastæði eða aðgengi, þá kemur það ekki nema það hafi bókað áður. Mikið tjón og ég hef verið að reyna að rétta hlut fyrirtækisins hreinlega svo það haldi velli.“Forsetinn segist með drifahvíta samvisku Þegar loksins var búið að endurhanna götuna kom í ljós að hún hafði lækkað til mikilla muna, allir hæðarpunktar voru miklu lægri en lóðin. „Fyrir vikið er þessi veggur settur fyrir framan hjá mér. Gatan fór niður um tvo metra þar sem mest er. Þetta er fáránleg framkvæmd. Ég sem kjörinn fulltrúi steig út úr sveitarstjórn út af þessu. Ég reiddist vegna þessa máls, viðurkenni það og vék af öllum fundum þar sem þetta mál var rætt og ákveðið.“Veggurinn er óneitanlega hinn kúnstugasti að sjá.Forsetinn segist hafa drifahvíta samvisku í þessu máli. Hann á ekki þennan vegg og bað ekki um hann. Og hann bað ekki um að götunni yrði breytt með þessum hætti. „Mér finnst ég vera í aulalegri stöðu að vera kominn í einskonar deilu við bæinn sem ég er í forsvari fyrir. Verkkaupinn sem bauð í þetta áttaði sig ekki á því að gögnin voru gölluð. En, ég hef gert allt rétt í þessu máli og er nú hættur sem varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur vegna þessa,“ segir Örlygur Hnefill. Veggurinn hefur þegar vakið nokkra athygli, meðal annars hefur Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður talið hann skjóta skökku við og hefur Örlygur gripið til varna á Facebookvegg hans. Þar má sjá heitar umræður um málið. Norðurþing Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óskaði eftir leyfi út október í kjölfar óviðeigandi samskipta Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. 19. september 2018 16:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar vegna óviðeigandi samskipta Samskiptin átti Örlygur við framkvæmdaraðila sveitarfélagsins og tengjast jarðvegsvinnu í kringum Hótel Cape sem Örlygur á og rekur á Húsavík. 14. september 2018 23:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Veggur nokkur við hótel á Húsavík, sem skagar út á og yfir gangstétt og hindrar þannig alla umferð þar um hefur vakið athygli. Og þegar það fylgir sögunni að eigandi hótelsins er forseti bæjarstjórnar og varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur þá fer nú að fara um ýmsan manninn. „Þessi veggur er forljótur,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson sem er einmitt téður forseti og varaformaður skipulagsnefndar.Ha?„Dettur þér í hug í eina mínútu að maður í ferðaþjónustu vilji hafa svona nokkuð fyrir framan hús sitt?“ spyr Örlygur Hnefill blaðamann Vísis. Ljóst má vera að honum er ekki skemmt vegna sérkennilegs máls sem komið er upp á Húsavík.Grjóthörð gagnrýni á vegginn Eins og áður sagði er þessi veggur umdeildur. Stefán Guðmundsson eigandi Gentle Giants á Húsavík hefur gagnrýnt bæjaryfirvöld mjög, meðal annars vegna veggjarins. Hann tekur hann til kostanna í afar harðorðri grein þar sem segir meðal annars:Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants við annan vegg á Húsavík, en Stefáni var gert að fjarlægja vegg sem var á hans vegum.visir/tryggvi„Veggurinn við Cape Hotel hefur staðið þar nú í tæpa 5 mánuði og ekki enn verið ákveðið hvernig verður farið með hann samkv. nýlegri greinargerð skipulagsfulltrúans; jafnvel þótt hann skagi útfyrir gangstétt og hefti alla umferð þar í alfaraleið og líti auk þess út fyrir að vera kolólöglegur,“ skrifar Stefán. Hann segir í stuttu samtali við Vísi að verulegrar ólgu gæti á Húsavík vegna þessa máls sem og annarra. Ljóst er að hann telur forseta bæjarstjórnar í algjöru klandri vegna þessa máls. Sjálfur hefur Stefán staðið í deilum við bæjaryfirvöld vegna annars veggs sem honum var gert að rífa. Örlygur segir hins vegar að það sé auðvelt að láta þetta mál líta illa út fyrir sig og játar fúslega að hann sé í afar aulalegri stöðu; að standa í deilum við bæjaryfirvöld vegna málsins en vera jafnframt í forsvari fyrir þau sömu yfirvöld.Gatnaframkvæmdir frá í sumar en gatan sem Hótel Örlygs stendur við var öll sundurgrafinn.Örlygur Hnefill„Ég bað ekki um þennan vegg,“ segir Örlygur Hnefill og útskýrir að í vor hafi verið farið í miklar gagnaframkvæmdir vegna lagna til sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða. Gatan var öll grafin upp.Gatnaframkvæmdirnar kostuðu Örlyg milljónir „Verktakarnir sögðu að þetta myndi taka fimm daga, í mesta lagi tíu ef illa gengi. Þetta stóð frá byrjun júní og fram í október. Það hafði með það að gera að hönnunargögn voru vitlaus fyrir þetta verkefni. Þegar farið er af stað kom í ljós mikill ágalli á hönnunargögnum og verktaki hætti í miðri framkvæmd. Allt skilið eftir sem rjúkandi rúst og fyrir okkar fyrirtæki var þetta margra milljóna tjón.“ Örlygur Hnefill lýsir því að flestir gestir sem voru með bókað í sumar hafi komið en aðrir ekki.Örlygur Hnefill stendur í ströngu og er, þvert gegn vilja sínum, beggja vegna borðsins.„Ekki nokkur maður inn af götunni eins og alla jafna er. Þegar húsið er alveg afgirt, engin bílastæði eða aðgengi, þá kemur það ekki nema það hafi bókað áður. Mikið tjón og ég hef verið að reyna að rétta hlut fyrirtækisins hreinlega svo það haldi velli.“Forsetinn segist með drifahvíta samvisku Þegar loksins var búið að endurhanna götuna kom í ljós að hún hafði lækkað til mikilla muna, allir hæðarpunktar voru miklu lægri en lóðin. „Fyrir vikið er þessi veggur settur fyrir framan hjá mér. Gatan fór niður um tvo metra þar sem mest er. Þetta er fáránleg framkvæmd. Ég sem kjörinn fulltrúi steig út úr sveitarstjórn út af þessu. Ég reiddist vegna þessa máls, viðurkenni það og vék af öllum fundum þar sem þetta mál var rætt og ákveðið.“Veggurinn er óneitanlega hinn kúnstugasti að sjá.Forsetinn segist hafa drifahvíta samvisku í þessu máli. Hann á ekki þennan vegg og bað ekki um hann. Og hann bað ekki um að götunni yrði breytt með þessum hætti. „Mér finnst ég vera í aulalegri stöðu að vera kominn í einskonar deilu við bæinn sem ég er í forsvari fyrir. Verkkaupinn sem bauð í þetta áttaði sig ekki á því að gögnin voru gölluð. En, ég hef gert allt rétt í þessu máli og er nú hættur sem varaformaður skipulags & byggingarnefndar Húsavíkur vegna þessa,“ segir Örlygur Hnefill. Veggurinn hefur þegar vakið nokkra athygli, meðal annars hefur Þorvaldur Sverrisson auglýsingamaður talið hann skjóta skökku við og hefur Örlygur gripið til varna á Facebookvegg hans. Þar má sjá heitar umræður um málið.
Norðurþing Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óskaði eftir leyfi út október í kjölfar óviðeigandi samskipta Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. 19. september 2018 16:30 Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30 Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar vegna óviðeigandi samskipta Samskiptin átti Örlygur við framkvæmdaraðila sveitarfélagsins og tengjast jarðvegsvinnu í kringum Hótel Cape sem Örlygur á og rekur á Húsavík. 14. september 2018 23:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Óskaði eftir leyfi út október í kjölfar óviðeigandi samskipta Þá viðurkennir Örlygur að hafa gert mistök er hann beindi reiði sinni gegn starfsmanni sveitarfélagsins vegna málsins. 19. september 2018 16:30
Vill að kjörnir fulltrúar rífi sjálfir niður vegg sem þeir krefjast að víki Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants, hefur kært ákvörðun byggingarfulltrúa Norðurþings um að nýhlaðinn veggur á lóð fyrirtækisins við höfnina í Húsavík verði fjarlægður. Hann telur að pólítík ráði för. 4. október 2018 11:30
Forseti sveitarstjórnar stígur til hliðar vegna óviðeigandi samskipta Samskiptin átti Örlygur við framkvæmdaraðila sveitarfélagsins og tengjast jarðvegsvinnu í kringum Hótel Cape sem Örlygur á og rekur á Húsavík. 14. september 2018 23:00